Hillary Clinton: Án ritskoðunar missum við völdin

Fv. utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, er ekki beinlínis þekkt fyrir það að virða skoðanir annarra. Þvert á móti er hún reiðubúin að ganga mjög langt til að þagga niður í þeim sem hafa aðrar skoðanir en hún sjálf og demókratar. Hún talar oopinskátt um þýðingu ritskoðunar á samfélagsmiðlum, fái málfrelsið að ráða, þá missa demókratar stjórnina á hlutunum.

Hillary Clinton fyrrverandi utanríkisráðherra, forsetaframbjóðandi og forsetafrú varð fótaskortur á tungunni í viðtali við CNN um helgina (sjá X að neðan). Sleppti hún þeim sannleika út úr sér sem andstæðingar demókrata halda fram: Demókratar vilja ekki málfrelsi, þá skortir stjórnmálaleg rök. Þeir geta verið við völd ef málfrelsið verður afnumið.

Viðtalið var vegna ævisögu hennar „Something Lost, Something Gained” en snérist einnig um samfélagsmiðla og netritskoðun. Hún hrósaði einstökum ríkjum eins og Kaliforníu, sem hefur sett lög um ritskoðun á netinu. Hillary vill að ríkið beiti sér fyrir aukinni ritskoðun.

„Ef samfélagsmiðlarnir – hvort sem það er Facebook eða Twitter-X eða Instagram eða TikTok eða hverjir svo sem þeir eru, – ef þeir ritstýra ekki og fylgjast með innihaldinu, þá missum við alla stjórn.”

Hillary segir ritskoðun nauðsynlega til að stöðva barnaklám og ofbeldislýsingar sem eru rök talsmanna ritskoðunar til dæmis Evrópusambandið fyrir alritskoðunartækið „Chat Control.” Bent hefur verið á, að þegar kerfið verður til staðar, þá er ekkert sem kemur í veg fyrir, að stjórnvöld noti það ekki til að njósna um andstæðinga sína.

Robert F. Kennedy Jr. skrifar í færslu á X:

„Hillary Clinton hefur rétt fyrir sér. Þau myndu missa alla stjórn.”

Fara efst á síðu