Sænski miðillinn Samnytt birti viðtal við sómölsku konuna Mona Walter, sem ólst upp sem múslimi í Sómalíu en rakst fyrst á bókstafstrúar íslam þegar hún kom til Svíþóðar. Það hneykslaði hana mikið. Eftir að hún yfirgaf íslam og gerðist kristin hefur hún mátt búa við hótanir, þöggun og lifa með verndaðar persónuupplýsingar. En Mona Walter lætur ekki þagga niður í sér. Í þessu viðtali við Samnytt varar hún við því hugmyndafræðilegu stríði sem er í gangi mitt á meðal okkar – stríði sem er ekki háð með vopnum, heldur með barnafæðingum, þöggun og að lauma sér inn í stofnanir. Að hennar sögn hafa Svíar þegar gefist upp.
Walter segir við Samnytt:
„Ég hef sjálf heyrt æðstaprest segja: „Við vinnum í gegnum kvið konunnar.“
Íslam snýst ekki um innri trú heldur ytra eftirlit
Í rúman áratug hefur Mona Walter verið ein af ósveigjanlegustu og ofsóttu röddum Svíþjóðar í umræðunni um hlutverk íslams á Vesturlöndum. Hún fæddist í Sómalíu árið 1973, ólst upp í súnni-íslamskri trú og kom til Svíþjóðar sem unglingur um miðjan tíunda áratuginn.
Flutningurinn til Svíþjóðar breytti öllu lífi hennar vegna ofstækisfullrar bókstafstrúarlegrar útgáfu af íslam sem hún hafði aldrei upplifað í Mogadishu. Í Svíþjóð varð hún að bera blæju, halda sér burtu frá kristnu fólki og aðlagast þeirri trúarlegri harðlínustefnu sem ríkir á mörgum innflytjendaþéttum svæðum.
Hún fór þá að lesa Kóraninn – á sænsku. Í því námi byrjaði eitthvað að bresta. Mona Walter segir við Samnytt:
„Þetta var ekki andleg leiðsögn heldur valdatæki. Íslam snýst ekki um innri trú. Þetta snýst um ytra eftirlit.“
Hún kaus að yfirgefa íslam og sneri sér að kristinni trú. Það gerði hana að skotmarki og raunverulegt hatur lét ekki standa á sér. Hún var smædd og varð fyrir líkamlegri árás og þurfti aðlifa með verndaðar persónuupplýsingar í mörg ár.
Þrátt fyrir það heldur hún áfram að tjá sig. Að hennar sögn er þörfin meiri en nokkru sinni fyrr.
Hægfara heilagt stríð í gangi
Mona Walter segir að stærstu mistök Svíþjóðar og almennt á Vesturlöndum er að fólk trúi því að íslam sé jaðarsett fyrirbæri sem tilheyri stríðssvæðum langt í burtu:
„Það er rangt. Það er hægfara stríð í gangi gegn Vesturlöndum. Ekki með sverðum heldur með stefnu. Þetta er öðruvísi heilagt stríð. Fjölgun íbúa, stofnanavald, að lauma sér í stofnanir, sjálfsritskoðun.“
Hún vísar til þúsund ára landvinningasögu Íslam, einkum útþenslu Tyrkjaveldis, Osmanska ríkisins, til Evrópu og hinnar afgerandi orrustu við Vínarborg árið 1683, þegar hermenn múslima voru stöðvaðir við hlið Vestur-Evrópu:
„9/11 var ekki valið af handahófi. Það var dagurinn sem Íslam tapaði orrustunni við Vínarborg. Íslamistar gleyma því aldrei, það gera bara Vesturlönd.“
Frjálst að drepa andófsmenn
Walter hefur í seinni tíð tekið þátt í gagnrýnni umræðu um íslam í öðrum fjölmiðlum. Ríkisfjölmiðlarnir lýstu henni snemma sem umdeildri konu. Þegar Kóranbrennarinn Salwan Momika var myrtur þá skrifaði hún grein í febrúar 2025 í netblaðið Bulletin:
„Morðið á Momika sýnir hvað gerist þegar ríkið bregst. Íslamistar hafa tekið gagnrýnanda íslams af lífi – og samstundis slátrað sænska tjáningarfrelsinu. Þegar ríkið ver ekki eigin lög, þá skapast hættulegt fordæmi. Morðið á Momika sýnir íslamistum að það er frjálst að drepa andófsmenn. Svíþjóð er orðið land, þar sem tjáningarfrelsi er skert en íslömskum morðingjum er fagnað. Það er synd.“
Hún skrifaði þegar í grein árið 2014 í dagblaðið Dagen að hún varaði við því sem koma skyldi. Hún beindi orðum sínum til Erik Ullenhag þáverandi ráðherra innflytjendamála með fyrirsögninni „Meira en goðsögn.“ Hún skrifaði:
„Íslam eru ekki bara trúarbrögð, – það er kerfi sem nær yfir dómsmál, menntun, fjármál og stjórnmál. Og það er ekki valfrjálst. Það er skylda.“
Frá einni í hópnum til konu í útlegð
Í viðtalinu segir Mona Walter frá því að strax eftir komuna til Svíþjóðar var henni komið fyrir í gistingu þar sem félagslegt eftirlit tók við:
„Mér var sagt að ég yrði að ganga með blæju, að ég mætti ekki tala við kristið fólk. Ég var laminn ef ég hlýddi ekki. Þetta var ekki í Sómalíu, – þetta var í Svíþjóð.“
Efasemdirnar urðu sífellt sterkari og að þegar Mona tók að lokum kristna trú þá voru öll jákvæð samskipti við hana sem manneskju rofin:
„Ég hélt fyrirlestur í Rinkeby. Þeir köstuðu eggjum á mig. Mér var sagt að ég væri svikari. Það var eins og ég ætti engan tilverurétt lengur.“
Mona Walter er hugrökk kona. Ekki margir fyrrverandi múslímar í Svíþjóð þora að ræða málin opinberlega. Flestir velja að dveljast í myrkri þagnarinnar:
„Það er ekkert erfitt að skilja það. Afleiðingarnar eru gríðarlegar. Þú missir fjölskyldu þína, öryggið, alla tengingu. Í Svíþjóð færðu ekki mikinn stuðning. Þvert á móti – þú verður vandamál.“
Íslam virkar eins og veira
Mona Walter telur að íslam hafi breytt um aðferðir. Áður fyrr treystu menn á ytri valdatæki, vopn, byltingu, heilagt stríð. Í dag er það lýðfræði, félagslegt eftirlit og stofnanavald:
„Ég hef sjálf heyrt æðstaprest segja: – Við sigrum í gegnum konukviðinn. Það þarf ekki að berjast lengur. Það er nóg að eignast fleiri börn og þegja.“
Þetta er hið mjúka landnám, segir hún. Og það virkar. Hún notar líffræðilega samlíkingu:
„Íslam virkar eins og veira. Hún kemst í gegnum heilbrigða samfélagsfrumu og neyðir hana til að framleiða fleiri veirufrumur. Það er nákvæmlega það sem er að gerast í Evrópu.“
Mona fær spurningu um athyglina í kringum meintan íslamista sem fékk starf hjá Björgum Börnunum og er sagður vera að framleiða kennsluefni fyrir sænska skóla:
„Það eru ekki mistök. Þetta er íblöndun. Að hann fái að vinna að málefnum barna í slíkum samtökum er til marks um hversu langt málin hafa gengið.“
Hún talar einnig um hvernig íslamskir stúdentahópar við Háskólann í Gautaborg þrýstu á stjórnendur að slíta samstarfi við ísraelsk samtök og hvernig háskólinn gaf eftir.
„Ég sá tölvubréfin. Engar vinalegar spurningar, bara kröfur. Þannig virkar veiran, hún neyðir hýsilkerfið að fara í sömu átt og veiran.“

Þögn yfirvalda eru svik
Að sögn Mona er þetta ekki einungis íslamistum um að kenna. Þöggunin í Svíþjóð hefur gert þróunina mögulega:
„Kristnu fólki er slátrað í Nígeríu og ekki eitt orð um það í sænskum fjölmiðlum. Hvers vegna? Vegna þess að það passar ekki við myndina. Vegna þess að þeir eru hræddir við að móðga múslímska kjósendur.“
Hún er mjög gagnrýnin á hugtakið íslamfóbía sem hún lítur á sem pólitískt vopn frekar en vernd fyrir viðkvæman hóp:
„Íslamfóbía er leið til að hræða fólk til að þegja. Ég hef verið kölluð íslamfóbísk – jafnvel þó ég hafi sjálf alist upp við íslam. Það sýnir hversu ómöguleg umræðan er orðin.“
Hún skrifaði í Dagen 2014: „Íslamfóbía er ekki notuð til að vernda múslíma heldur til að vernda íslam fyrir gagnrýnni hugsun.“
Eigin ábyrgð múslíma
Þegar hún fær spurninguna, hvað muni gerast ef ekkert verði að gert, þá hikar hún ekki:
„Þá er það orðið of seint. Eftir 20 ár munum við lifa sem hinir réttlausu (dhimmi). Annar flokks borgarar. Börnin okkar munu ekki skilja hvað málfrelsi er. Þau munu spyrja: Fékk maður virkilega að segja það áður?“
Við þá sem halda því fram að flestir múslímar séu friðsamir segir hún beint:
„Allt í lagi. En hvar eru þeir? Af hverju heyrist ekkert í þeim? Af hverju mótmæla þeir ekki heiðursmorðum, kynbundinni aðskilnaðarstefnu, gyðingahatri? Þetta er ekki bara ábyrgð okkar, þetta er einnig ábyrgð þeirra.“