Hersh: Ómögulegt að vinna Úkraínustríðið gegn Rússlandi

Hinn heimsfrægi og goðsagnakenndi rannsóknarblaðamaður Seymour Hersh skrifar á Substack, að það sé ljóst að ekki sé hægt að vinna stríðið í Úkraínu gegn Rússlandi. Seymour Hersh spyr: „En mun Kamala Harris halda þessari „hörmulegu“ stefnu áfram?”

Seymour Hersh, rannsóknarblaðamaður:

„Það er ekki hægt að vinna stríðið í Úkraínu gegn Rússlandi. Það er augljóst á þessum tímapunkti.”

Jafnframt veltir hann fyrir sér, hvort Kamala Harris haldi utanríkisstefnu Biden áfram, verði hún næsti forseti Bandaríkjanna. Hersh spyr:

„Mun Harris, ef hún verður kjörin og komin í embætti, vera trú hörmulegum stuðningi Biden við það sem greinilega er óvinnandi stríð gegn Rússlandi í Úkraínu? Mun hún einnig halda áfram að eyða milljörðum Bandaríkjadala í skotfæri og aðra aðstoð við Ísrael, þegar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra forðast vopnahlé á Gaza og er í stríði gegn Hamas sem verður sífellt torsóttara að vinna? Á sama tíma eru tugþúsundir Gazabúa drepnir og limlestir.”

Lengi vitað um andlega heilsu forsetans

Ef það verður raunin, þá telur blaðamaðurinn að menn ættu að komast að því, hvenær Harris áttaði sig fyrst á andlegu ástandi Biden. Hersh bendir á, að það það hafi ekki byrjað með hörmulegum kappræðum Bidens gegn Donald Trump. Hersh spyr:

„Hversu lengi var andleg heilsa Biden leyndarmál? Meira en ár?“

Fara efst á síðu