Hernaðaráætlun Evrópusambandsins: Ný alþjóðleg skipan

Rússnesk innrás í einstök Evrópulönd eða alla álfuna „getur gerst hvenær sem er.“ ESB-ríkin þurfa því að búa sig undir stórt stríð og byggja upp herstyrk sinn. Héðan í frá á þetta einnig að gerast á yfirþjóðlegum vettvangi yfir ríkisstjórn hvers aðildarríkis fyrir sig. Þannig voru skilaboðin frá Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þegar hún kynnti nýja sameiginlega varnaráætlun ESB „Viðbúnaður 2030“ í ræðu í Kaupmannahöfn nýverið.

ESB hefur í langan tíma breyst frá milliríkjasamstarfi í meira yfirþjóðlegt sambandsríki sem fullveldissinnar gagnrýna harðlega. Hingað til hefur verið víðtæk sátt um að ESB eigi ekki að hafa eiginn yfirþjóðlegan her. Fram að þessu hefur það verið hornsteinn í alþjóðalögum fyrir skilgreiningu á ríki, að það hafi yfirráð yfir og getu til að verja yfirráðasvæði sitt gegn utanaðkomandi árásaraðila.

Sameiginlegur her ESB

Frammi fyrir þeirri meintu ógn að Pútín muni halda áfram að ráðast inn í fleiri lönd eftir Úkraínu og leggja undir sig alla Evrópu, þarf að bregðast við með gríðarlegri uppbyggingu sameiginlegs hers á vettvangi ESB. Það voru skilaboð Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þegar hún kynnti nýja sameiginlega varnaráætlun sambandsins „Viðbúnaður 2030“ í ræðu í Konunglegu dönsku hernaðarakademíunni í Kaupmannahöfn.

Fyrir ár 2030 eiga hervopnakaup aðildarríkjanna að vera sameiginleg og samræmd frá Brussel. Að sögn Leyen eru Bandaríkin undir stjórn Trump um það bil að hverfa frá Evrópu og skilja álfuna eftir með örlög sín. Það kallar á að ESB-ríkin hervæðist sem ein heild en ekki hvert land fyrir sig eins og tíðkast hefur hingað til. Allir eru ekki sammála þessari skilgreiningu, þar sem Bandaríkin hafa aldrei sagt neitt annað en að 5. grein Nató haldi, sem skyldar öll aðildarríki til að standa hvert með öðru.

Hersjóður ESB

Leyen sagði „heiminn fullan af hættum“ en að yfirvofandi árásarhætta frá Rússlandi skyggði mest á þessar hættur. Sem fyrsta skref í átt að fjármögnun hins sameiginlegra hers ESB verður stofnaður sjóður undir stjórn ESB sem jafngildir tugum þúsundum milljarða króna.

Ursula von der Leyen í fyrri heimsókn til Danmerkur. (Mynd ESB).

Von der Leyen talaði um „varnarútgjöld Evrópu og heriðnaðarsamstæðu“ yfir höfuð aðildarríkjanna. Samkvæmt nýju áætluninni eiga sameiginleg vopnakaup ekki aðeins að vera til fyrir uppfærslu á hernaðarmætti Evrópusambandsins heldur eiga einnig fyrir áframhaldandi hernaðarstuðning ESB við Úkraínu svo lengi sem stríðið varar. Í engu er tekið tillit til að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hafið friðarviðræður til að stöðva stríðið.

ESB tekur yfir varnarmál aðildarríkjanna og tilbúið að víkka út herinn til annarra landa

Samkvæmt áætluninni verða efnahagslegar ákvarðanir um varnarmál framvegis teknar á vettvangi ESB, þar sem ráðist verður í langtímafjárfestingar. Varnamálaákvarðanir einstakra ríkja fá minna vægi. Leyen taldi upp loft- og eldflaugavarnir, stórskotaliðskerfi, skotfæri og eldflaugar sem dæmi um þau vopn sem ESB þyrfti að kaupa í stórum stíl. Að mati forseta framkvæmdastjórnar ESB á að skipuleggja og ákveða herstöðvar og herflugvelli aðildarríkjanna á vettvangi ESB.

Leyen lýsti því enn fremur að hún væri ekki á móti því að víkka út þessa samræmdu hernaðaruppbyggingu til landa fyrir utan ESB. Hún tók sem dæmi Bretland og Noreg en fjarlægari lönd eins og Kanada, Indland og ótilgreind lönd í Asíu geta líka komið til greina.

„Öryggi okkar er órjúfanlegt. Þess vegna erum við að vinna að því að fara nýjar brautir.“

Ræða Leyen var gegnsýrð af því að sjá ESB sem allsherjar miðstjórn varnarmála aðildarríkjanna og sagði að „Evrópa mun alltaf standa fyrir fullveldi og landhelgi.“

Ný alþjóðleg skipan

Von der Leyen kennir „heimsvaldastefnu Rússlands og minnkandi áhuga Bandaríkjanna á að draga þyngsta hlassið í Nató“ um að ríkin í Evrópu verða að endurhugsa varnarmálin frá grunni. Hún sagði:

„Nú er kominn tími til að tala heiðarlega svo allir Evrópubúar skilji hvað er í húfi. Ný alþjóðleg skipan mun myndast á seinni hluta þessa áratugar og fram eftir því.“

Ræðuna má sjá og heyra í heild sinni hér að neðan:

Fara efst á síðu