Thomas Massie. © Mynd: Gage Skidmore (CC 2.0)
Þegar stríðinu í Afganistan lauk voru aðeins mánuðir þar til næsta stríð hófst: Úkraínustríðið. Peningarnir fóru þangað í staðinn. Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Thomas Massie skrifar í færslu á X að „hergagnaiðnaðurinn er alltaf svangur.“
Öldungadeildarþingmaður repúblikana, Thomas Massie, bendir á að hergagnaiðnaðurinn þurfi 50 milljarða dollara á ári. Fyrst var það Afganistan, síðan kom Úkraína fljótlega eftir það.
Verður Íran næsta stríð?
Thomas Massie skrifar:
„Hergagnaiðnaðurinn þarf um 50 milljarða dollara á ári í stríðsrekstur. Um leið og við hættum að eyða 50 milljörðum dollara á ári í Afganistan, þá byrjuðum við að eyða 50 milljörðum dollara á ári í Úkraínu. Sjáið hvert næstu 50 milljarðar dollara fara árlega þegar við hættum að senda peningana til Úkraínu. Hergagnaiðnaðurinn er alltaf svangur.“
Massi lætur fylgja með tíst frá Tucker Carlson:
„Fox News er við hliðina á dauðþyrstum stjórnmálamönnum sem segja þér að Íran sé hættulegur „styrktaraðili hryðjuverka.“ Verið er að undirbúa grunninn fyrir stríð. En hvað þýðir þessi setning nákvæmlega og hvernig á hún við um Bandaríkin? Hér er einn mælikvarði: Hversu margir Bandaríkjamenn hafa verið drepnir í Íran á undanförnum tuttugu árum? Reynið að finna þá tölu og berið hana síðan saman við þann fjölda Bandaríkjamanna sem eiturlyfin drepa. Eða sjálfsvíg. Eða ólöglegir innflytjendur. Eða umferðarslys, sykursýki og Covid sprauturnar. Haldið þið samt að Íran sé mesta ógnin? Hvernig væri að við einbeitum okkur að eigin landi í eina mínútu.“
The military industrial complex demands about $50 billion per year in war. As soon as we quit spending $50b per year in Afghanistan, we started spending $50b per year in Ukraine. Watch where the next $50b per year goes when we stop sending it to Ukraine. The MIC is always hungry. https://t.co/fJro68zcHc
— Thomas Massie (@RepThomasMassie) March 10, 2025