Pólski ESB-þingmaðurinn Grzegorz Braun réðst inn á sjúkrahús í Olesnica í síðustu viku til að stöðva áframhaldandi fóstureyðingar og er sagður hafa haldið lækni í haldi. Ástæðan var umtalað fóstureyðingarmál þar sem ófætt sveinsbarn var líflátið tveimur vikum áður en barnið átti að fæðast. Málið hefur vakið mikla reiði og andúð í Póllandi.
Braun og flokksbróðir hans, Roman Fritz, fóru inn á sjúkrahúsið og skömmuðu Gizela Jagielska kvensjúkdómalækni, sem var nýbúin að eyða fóstri sveinsbarns á 37. viku meðgöngu eða aðeins tveimur vikum fyrir fæðingu.
Ákvörðunin um að deyða barnið í móðurkviði var að sögn sjúkrahússins, vegna ótta við andlega heilsu móðurinnar en það er ein af fáum leyfðum ástæðum fóstureyðinga í Póllandi.
Samkvæmt upplýsingum Do Rzeczy, þá lokaði Braun, leiðtogi hægriflokksins KKP, sig og lækninn inni í herbergi í tæpa klukkustund. Að sögn saksóknaraembættis í Oleśnica hefur verið hafin rannsókn á ólögmætri frelsissviptingu.
Grzegorz Braun birti myndskeið af atburðinum á samfélagsmiðlum, sjá að neðan.
Adam Bodnar dómsmálaráðherra segir aðgerðir Brauns „siðlausar og hugsanlega ólöglegar.“ Sjálfur sakar Braun bæði lækni og lögreglu um embættisafglöp og segist hafa haft samband við innanríkisráðherrann.
Interwencja w Oleśnicy. Gizela Jagielska w ogniu pytań proliferów!
— Pro-life Bez Cenzury (@PBCenz) April 17, 2025
"Nie znam historii, miałam na studiach tylko historię medycyny."
"Życie zaczyna się od porodu."
"Aborcja powoduje urodzenie martwe."
Przerażający stan umysłu osoby, która mieni się lekarzem.
W Oleśnicy ma… pic.twitter.com/uBcJ28fBxE