Hér ræðst ESB-þingmaðurinn inn á fóstureyðingastofuna

Pólski ESB-þingmaðurinn Grzegorz Braun réðst inn á sjúkrahús í Olesnica í síðustu viku til að stöðva áframhaldandi fóstureyðingar og er sagður hafa haldið lækni í haldi. Ástæðan var umtalað fóstureyðingarmál þar sem ófætt sveinsbarn var líflátið tveimur vikum áður en barnið átti að fæðast. Málið hefur vakið mikla reiði og andúð í Póllandi.

Braun og flokksbróðir hans, Roman Fritz, fóru inn á sjúkrahúsið og skömmuðu Gizela Jagielska kvensjúkdómalækni, sem var nýbúin að eyða fóstri sveinsbarns á 37. viku meðgöngu eða aðeins tveimur vikum fyrir fæðingu.

Ákvörðunin um að deyða barnið í móðurkviði var að sögn sjúkrahússins, vegna ótta við andlega heilsu móðurinnar en það er ein af fáum leyfðum ástæðum fóstureyðinga í Póllandi.

Samkvæmt upplýsingum Do Rzeczy, þá lokaði Braun, leiðtogi hægriflokksins KKP, sig og lækninn inni í herbergi í tæpa klukkustund. Að sögn saksóknaraembættis í Oleśnica hefur verið hafin rannsókn á ólögmætri frelsissviptingu.

Grzegorz Braun birti myndskeið af atburðinum á samfélagsmiðlum, sjá að neðan.

Adam Bodnar dómsmálaráðherra segir aðgerðir Brauns „siðlausar og hugsanlega ólöglegar.“ Sjálfur sakar Braun bæði lækni og lögreglu um embættisafglöp og segist hafa haft samband við innanríkisráðherrann.

Fara efst á síðu