Heimssýn með fund um BÓKUN 35 í Seltjarnarneskirkju 12. maí kl 20.00

Orkan okkar – Heimssýn – Félag sjálfstæðismanna um fullveldismál halda fund um frumvarp utanríkisráðherra um Bókun 35, annað kvöld klukkan 20.00 í safnaðarsal Seltjarnarkirkju. Ástæða er til að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á þennan mikilvæga fund sem er öllum opinn. Fyrirsögn fundarins er:

BÓKUN 35

Ætlar Alþingi að grafa undan stjórnarskránni, fullveldinu, íslensku dómsvaldi og sjálfu löggjafarþinginu?

Erindi munu flytja:

Arnar Þór Jónsson, lögmaður

Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar

Á blog.is skrifa Arnar Þór Jónsson eftirfarandi:

Kæri Íslendingur, ef þér er ekki sama um framtíð lýðveldisins og telur að alþingismönnum beri að virða það drengskaparheiti sem þeir hafa unnið að stjórnarskránni, þá hvet ég þig til að mæta á þennan fund sem haldinn verður í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju kl. 20.00 nk. mánudagskvöld. 

Eftir stutt framsöguerindi verður orðið laust. 

Baráttukveðjur, Arnar Þór Jónsson. “ 

Fara efst á síðu