Heilbrigð skynsemi hefði þýtt að ESB hefði afnumið Græna samkomulagið

Þýska ESB-þingkonan Christine Anderson frá Valkosti fyrir Þýskaland, gerir ekki mikið úr starfsáætlun framkvæmdastjórnar ESB. Að sögn Anderson er áætlunin full af „fáránlegum loforðum“ (sjá X að neðan). Hún beinir orðum sínum að Ursulu von der Leyen og segir hana svo lélega að hún gæti ekki einu sinni séð um daglegan rekstur lítillar sjoppu eða ávaxtabás:

„Þú dirfist að kalla þetta „sjálfstæðisstund Evrópu.“ – Sjálfstæði frá hverju? Heilbrigðri skynsemi? Til hamingju, þú hefur náð árangri!

Heilbrigð skynsemi hefði þýtt að „Græna samkomulagið“ hefði verið afnumið, sömuleiðis bann á brunahreyflum, stöðvun báta, DSA, samtímis og dregið er úr skriffinnsku og sköttum, að sambandið átti sig á því að það eru aðeins tvö kyn – karlar og konur – og umfram allt að vald ESB yrði skorið niður.

Anderson bendir á að í stað þess að treysta aðildarríkjunum til að taka sínar eigin ákvarðanir, þá er ESB-elítan að stjórna þeim sundur og saman:

„Sannleikurinn er sá að þér er ekki einu sinni treystandi til að reka sítrónubás. Þú hafðir eytt þremur árum í að semja sítrónustefnu, bara til að átta þig á því að þú áttir engar sítrónur, sem þú hefðir síðan auðvitað kennt Trump, Pútín og Orbán um. Það sem Evrópa þarfnast virkilega er að þú stígir til hliðar – því fyrr þeim mun betra.“

Fara efst á síðu