ESB átti að vera friðarverkefni, en í dag er ESB „í fremstu víglínu“ í stríðinu gegn Rússlandi og hatur á Rússlandi „er það sem ræður öllu núna“ segir Lars Bern á Swebbtv.
Mikael Willgert og Lars Bern ræða Úkraínustríðið og stríðsæsinginn gegn Rússlandi í nýjum þætti á Swebbtv (sjá myndskeið að neðan).
Samkvæmt Bern hafa nánast allir stjórnmálamenn í Vestur-Evrópu fallið í Rússahatur og stríðsæsing gegn Rússum. Úkraínustríðið verður að halda áfram hvað sem það kostar. Það verður að sigra Rússland. Það er engin bakkgír, sama hvað dynur yfir.
Þeir vonast til að stríðsvindar Rússlands snúist sem mun ekki gerast. Þvert á móti eru Rússar stöðugt að bæta stöðu sína, segir Bern.
„Já, þetta er hræðilegur stríðsæsingur frá stjórnmálamönnum okkar. Mér er það algjörlega óskiljanlegt hvernig þetta gat farið svona. Ég meina, við munum þegar við áttum að kjósa um ESB. „Friðarverkefni ESB.“ En í dag er yfirstéttin í ESB „í fremstu víglínu“ í stríðinu gegn Rússlandi. Og hatrið á Rússlandi er það sem stjórnar öllu núna.“