Hvað kostar vindorkan eiginlega? Torbjörn Ripstrand byggingarverkfræðingur var nýlega í viðtalsþætti Swebbtv í Svíþjóð. Hann segir: „Það sést að lönd sem eru með hátt hlutfall vindorku eru líka með hátt raforkuverð.“
Hvað kostar vindorka í raun og veru?
Torbjörn Ripstrand segir í Swebbtv:
„Það er mikið af vindorku út um allan heim. Það sem við vitum, þegar litið er til margra mismunandi landa, er að öll lönd með hátt hlutfall vindorku eru með hátt raforkuverð. Það segir eitthvað um málið.“
Ripstrand hefur skoðað England sem dæmi og komst að þeirri niðurstöðu að ný kjarnorka sé mun ódýrari en vindorkan. Verð á rafmagni frá vindorkuverum er að minnsta kosti helmingi dýrara. Fyrir vindorku á landi kostar kílówattstundin 160 aura (sek) og fyrir vindorku til hafs að meðaltali 220 aura. Með nýrri kjarnorku kostar kílóvattstundin 80 aura.
Ríkisstyrkir allt að 56% af tekjunum
Torbjörn Ripstrand útskýrir hátt hlutfall ríkisstyrkja við rekstur vindorkuvera. Án styrkjanna yrði raforkan enn þá dýrari:
„Það er einnig eftirtektarvert í Englandi, að um helmingur tekna vindorkufyrirtækjanna eru ríkisstyrkir. 43% af tekjum vindorku á landi eru ríkisstyrkir. Til hafs er ástandið enn þá verra. 56% tekna eru ríkisstyrkir. Enskir skattgreiðendur greiða himinháa styrki til vindorkunnar.“
Heyra má viðtalið sem fram fer á sænsku hér að neðan: