Hamfarahlýnunin: Kaldasti maímánuður í Stokkhólmi í 20 ár

Hamfarahlýnunin er komin í mótsögn við sjálfa sig. Jörðin fer ekkert eftir loftslagspáfum Sameinuðu þjóðanna. Eftir viku hefst júní og sænska veðurstofan varar núna við mikilli snjókomu á mörgum stöðum í Svíþjóð. Í Stokkhólmi hefur maímánuður verið sá kaldasti í 20 ár.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna snjókomu í hlutum landsins. Viðvörunin á meðal annars við um vesturhluta Hälsingland, Dalafjällen, syðsta Härjedalen og suðvesturhluta Jämtland.

Það er óvenju kalt í Stokkhólmi. Samkvæmt ríkisútvarpinu P4 Stockholm er þetta kaldasti maímánuður í 20 ár, aðeins sex gráðu hiti á fimmtudag.

Búist er við að snjókoman muni valda umferðartruflunum. Veðurfræðingur mælir með vetrardekkjum á viðkomandi svæðum. Viktor Bergman, veðurfræðingur segir:

„Þetta eru köldustu maídagarnir í yfir 20 ár í Stokkhólmi.

Búist er eftir mildu veðri eftir kuldakastið svo kannski verður einhver von með hita í júní. Veðurfræðingurinn Lasse Rydqvist hjá veðurþjónustunni Klart segir við Aftonbladet:

„Á sunnudaginn verður sólríkur dagur, síðan kemur næsta rigning en þá verður ekki alveg eins kalt og það er núna. Vonandi býður fyrsta vika júní upp á annað og hlýrra veður um allt land.“

Fara efst á síðu