Hagið ykkur eins og fullorðið fólk

Íris Erlingsdóttir snaraði eftirfarandi hugleiðingum yfir á íslensku eftir Joshua Slocum (á mynd), stjórnanda hlaðvarpsþáttarins Disaffected. Hann segir það misskilning að hægt sé að „heilaþvo úr sér eðlið sem er hluti af vélbúnaðinum.“ Sjálfur hefur hann reynslu af málunum. Joshua hvetur fólk til að hætta barnaskapnum, þvo sér í framan, taka járnvörurnar úr nefinu og munninum:

„Strákar, hysjið upp buxurnar. Stelpur, takið akrýlklærnar af fingrunum og köngulærnar af augnlokunum.“

Joshua Slocum

Það er löngu kominn tími til að lesa yfir fullorðnu fólki á Vesturlöndum um nokkur grundvallaratriði varðandi lífið og tilveruna.

Að veita þeim nokkrar áminningar varðandi það sem allir vissu fyrir fimmtán mínútum. Áminningar um eðli mannsins. Já, eðli. Eins og það, að við erum víruð á óbreytanlegan hátt. Að okkar eðlilega eðli – „the norm – mun ekki breytast. Það er ekki hægt að heilaþvo úr okkur eðlið. Eðlið er hluti af vélbúnaðinum.

Þegar einstaklingur byrjar að sýna ákveðin fráviki frá eðlinu – „norminu– munu aðrir einstaklingar alltaf, alltaf taka eftir því og tjá sig um það. Fyrir tveimur kynslóðum skildu þetta allir. Það er aðeins X-kynslóðin og yngri sem velta sér upp úr þeim heimskulegu fantasíum að mannlegt samfélag geti verið „fullkomnað, þannig að enginn vogi sér að koma fram við þá, sem haga sér eins og kynjaskepnur eins og kynjaskepnur.

Þú getur ekki bara „gert þig“ og búist við að allur heimurinn segi aldrei orð. Vinstrisinnar, þið getið aldrei fengið þann heim. Þið munið aldrei fá hann.

Við munum aldrei fá heim þar sem karlar, sem ganga um í kjólum og með varalit eru álitnir „bara önnur leið til að vera manneskja.“ Það mun aldrei gerast að enginn sendi þeim ankannaleg augnaráð. Við munum aldrei lifa í heimi þar sem enginn horfir skringilega á pínulitlar konur með testósterónskegg í svörtum karlmannssokkum upp í klof. Allir munu taka eftir því, bregðast við með vorkunn/andúð og þeir munu „segja eitthvað.

Fyrir þremur áratugum, þegar ég var ungur og heimskur hommi, hélt ég að allur heimurinn væri „vondur“ fyrir að „áreita“ mig. Ég var „lagður í einelti.“ Það var svo „ósanngjarnt!” Auðvitað gekk ég um með málaðar augabrúnir og aflitað hár til að líta út eins og Madonna. En annað fólk var ekki vandamálið. ÉG var vandamálið. Ég gerði mig að fífli, og aðrir komu fram við mig eins og ég var – fífl. Kynjaskepna.

Það er ekki heimurinn sem er „fóbískur“ eða „fordómafullur“. Það er bara fólk að vera fólk.

Á síðastliðnum 30 árum hef ég hagað mér og klæðst eins og venjulegur karlmaður og ég hef ekki lent í einu einasta tilviki af „hommafóbíu.“

Það er löngu kominn tími til að við öðlumst á ný fullorðins-skilning á samfélaginu. Þú getur ekki „lifað þínu besta lífi“ og veifað skrípalegum fána án athugasemda. Það mun aldrei gerast. Gefðu þennan barnalegan draum upp á bátinn. Hann var ekki raunverulegur fyrir 30 árum og hann er ekki raunverulegur nú. Draumurinn mun aldrei verða raunverulegur. Þú munt ekki geta endurmótað heiminn.

Og heimurinn þarf ekki á þér að halda til að endurmóta hann á þann veg, jafnvel þó það væri mögulegt. Heimur, þar sem engir staðlar eru fyrir hegðun, klæðnað og opinbera framkomu, er ekki góður heimur.

Þú veist þetta, því núna lifum við öll í slíkum heimi. Er gaman hjá þér? Ekki heldur hjá mér. Og ekki heldur hjá þér, þó þú trúir enn á einhvers konar 2025 útgáfu af þessari guðsvoluðu hippa-kommúnísku Coca Cola auglýsingu:

Hættu þessum barnaskap. Greiddu á þér hárið. Farðu í gallabuxur eða kakíbuxur. Farðu í kjól. Þvoðu þér í framan. Taktu járnvörurnar úr nefinu og munninum. Skafðu af þér drag-drottningafarðann. Strákar, hysjið upp buxurnar. Stelpur, takið akrýlklærnar af fingrunum og köngulærnar af augnlokunum.

Það er löngu kominn tími til.

Joshua Slocum er stjórnandi hlaðvarpsþáttarins Disaffected

@disaffected

Fara efst á síðu