Hafði skoðanir á transkonum – handtekinn fyrir að „hvetja til ofbeldis“

Um leið og Graham Linehan steig út úr flugvélinni á Heathrow-flugvelli í London var hann handtekinn af lögreglu. Ástæðan er yfirlýsingar sem birtar voru á samfélagsmiðlum sem bresk yfirvöld segja „hvetji til ofbeldis.“

Graham Linehan er írskur handritshöfundur, leikari, grínisti og leikstjóri. Hann hefur skrifað handrit fyrir fræga sjónvarpsþætti eins og Father Ted og The IT Crowd. Hann hefur unnið fimm BAFTA-verðlaun.

Eftir að einn þáttur The IT Crowd var gagnrýndur sem transfóbískur, blandaði Linehan sér í málið. Hann telur að trans-aktívismi stofni öryggi kvenna í hættu og hefur líkt notkun kynþroskahemla við nasízka erfðafræði. Að sögn Linehan hafa skoðanir hans yfirtekið líf hans, kostað hann vinnuna og bundið enda á hjónaband hans.

Ofsóknirnar gegn Linehan komu berlega í ljós, þegar hann lenti á London-Heathrow-flugvellinum á mánudag. Fimm alvopnaðir lögreglumenn biðu hans og handtóku vegna gruns um að hann hafi hvatt til ofbeldis. Hann var síðar látinn laus gegn tryggingu á meðan frekari rannsókn stendur yfir.

Sem skilyrði fyrir lausn þá bannaði breska ríkið honum að tjá sig á X – sama vettvangi og hann skrifaði fyrri færslur sem ríkið segir vera hvatningu til ofbeldis.

Í einni af meintum hatursfærslunum segir:

„Ef kvengervill er í rými sem eingöngu er fyrir konur, þá fremur hann ofbeldisfulla og móðgandi athöfn. Grípið til aðgerða, hringið í lögregluna og ef allt annað bregst, kýlið hann á punginn.“

Andúð á tjáningarfrelsi

Á vefsíðu sinni skrifar Linehan um þessa undarlegu upplifun:

„Ég var handtekinn á flugvelli eins og hryðjuverkamaður, læstur inni í klefa eins og glæpamaður, fluttur á sjúkrahús vegna þess að stressið drap mig næstum því og bannað að tala á netinu – allt vegna þess að ég sagði brandara sem pirruðu einhverja geðveika transvestita.

Í landi þar sem barnaníðingar komast hjá refsingu, þar sem glæpir með eggvopnum eru komnir úr böndunum, þar sem ráðist er á konur og þær áreittar í hvert skipti sem þær koma saman til að tala, – þar kallaði ríkið út fimm vopnaða lögreglumenn til að handtaka grínhöfund fyrir þetta tíst (og nei, ég lofa ykkur, ég er ekki að búa þetta til).

Þetta sannar einn hlut án nokkurs vafa: Bretland er orðið land sem er fjandsamlegt tjáningarfrelsi, fjandsamlegt konum og allt of sveigjanlegt gagnvart kröfum ofbeldisfullra, réttindamikilla, ofbeldisfullra karla sem hafa breytt lögreglunni í sína eigin varðhunda.“

Fara efst á síðu