Hætta verður strax öllum ríkisstuðningi við samtökin 78

Jóhannes Loftsson, verkfræðingur og frumkvöðull, formaður Frjálshyggjufélagsins og Ábyrgrar Framtíðar, skrifar á blog.is að hætta verði strax öllum ríkisstuðningi við Samtökin 78. Hefur Jóhannes gert úttekt á kærumálum samtakanna og einnig fjármálum þeirra og telur til dæmis að Páll Vilhjálmsson hafi orðið fyrir tugmilljóna tjóni vegna atvinnumissis af hálfu samtakanna:

„Refsingin er þannig án dóms og laga: Mannorðsárás sem sem ógnar atvinnuöryggi þess sem ráðist er á. 15 einstaklingar hafa verið kærðir og að meðaltali er dómarefsingin 20 þúsund króna sekt dreift á alla, en málsvarnarkostnaðurinn hleypur á milljónum. Þetta er algjör geggjun, og sýnir hversu siðlaus þessi lög eru. 

Jóhannes Loftsson skrifar:

Í kjölfar sýknudóm Páls Vilhjálmssonar kæru samtakanna 78 fór ég í smá rannsóknarvinnu.

Samtökin hafa a.m.k. lagt fram 15 kærur fyrir hatursorðræðu og mér sýnist aðeins tvær kærur hafi verið felldar niður áður áður en þær fengu dómslega meðferð. Fyrstu 10 kærurnar neitað lögregla að rannsaka nánar, en ríkissaksóknari sneri þeirri ákvörðun eftir áfrýjun S78. Síðustu kærurnar eru líklega enn í meðferð yfirvalda en líklegt verður að telja að þær muni líka enda með ákæru. Fram til þessa hafa langflestar kærur endað með sýknu, en þegar sakfellt hefur verið hafa dómarnir verið afar mildir. 100 þúsund króna sekt, sem er í litlu samræmi við málskostnað eða fyrirhöfn. Raunveruleg refsing fyrir þessa dóma virðist þannig fyrst og fremst vera kostnaður sakborninga við málsvörn, sem getur auðveldlega hlaupið á milljónum. Í tilfelli Páls kann þessi óbeina refsing jafnvel hafa verið enn hærri því í kjölfar ákærunnar samdi hann um starfslok sem kennari eftir að yfirmaður hans hafði lýst megnri óánægju með skrif Páls og það að hann hefði verið kærður. Hans refsing, atvinnumissirinn kann því að vera upp á tug milljóna.

Starfsmenn S78 nánast opinberir starfsmenn

Refsingin er þannig án dóms og laga: Mannorðsárás sem sem ógnar atvinnuöryggi þess sem ráðist er á. 15 einstaklingar hafa verið kærðir og að meðaltali er dómarefsingin 20 þúsund króna sekt dreift á alla, en málsvarnarkostnaðurinn hleypur á milljónum. Þetta er algjör geggjun, og sýnir hversu siðlaus þessi lög eru.

En fyrst þessi siðlausu lög eru til staðar, þá er lítið við því að gera, því í réttarríki eiga allir sem finnst á sér brotið rétt á því að kæra lögbrot. Það sem gerir þetta mál hins vegar óeðlilegt er að S78 eru hápólitísk samtök sem eru að mestu leyti fjármögnuð af hinu opinbera. Samkvæmt 2024 voru 49% tekna S78 bein framlög ríkisins, 32% voru styrkir (margir frá yfirvöldum) og 10% tekna voru vegna fræðslu, þ.a. allt 91% tekna S78 upp á 197 milljónir voru frá ríkinu. Aðeins 2% tekna samtakanna komu frá félagsgjöldum. Starfsmenn S78 eru því nánast opinberir starfsmenn og margir þeirra starfa við að finna leiðir til að kæra samlanda sína og valda þeim hámarks skaða.

Finnst nokkrum manni eðlilegt að slíkar mannorðsárásir þar sem 91% refsingarinnar er dómsferlið sjálft séu fjármagnaðar af ríkinu?

Og hver ætli kostnaðurinn hafi verið. Hér er mitt slum-mat á það miða við flækjustig málann (óvissa -50% + 100%)

  • Kostnaður S78: 20 milljónir 
  • Kostnaður ríkisins: 20milljónir 
  • Kostnaður sakborninga: 20 milljónir
  • ALLS: 60 milljónir!

(án tillits til óbeins skaða þess ákærða, eins og t.d. atvinnumissi)

Finnst nokkrum manni eðlilegt að slíkar mannorðsárásir þar sem 91% refsingarinnar er dómsferlið sjálft séu fjármagnaðar af ríkinu?

Fara efst á síðu