Markus Reisner, ofursti í austurríska hernum, sem greinir Úkraínustríðið vikulega fyrir n-tv.de, segir að takist Úkraínu ekki að koma á stöðugleika í þriðju varnarlínu sinni gæti vígstaða þeirra í Donbas hrunið.
Vígstaða Úkraínu í Donbass gæti verið nálægt því að hrynja. Austurríski ofurstinn Markus Reisner varaði við því nýlega.
Hver var tilgangurinn með Kursk-sókn Úkraínu? Að reyna að stöðva sumarsókn Rússa, útskýrir Reisner. Hann bendir á, að það hafi hins vegar ekki tekist.
Núna eru harðir bardagar um borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu, sem er mikilvæg hergagnamiðstöð fyrir úkraínska herinn og bækistöð fyrir þriðju varnarlínuna.
Rússar sækja „gríðarlega hart“ að Pokrovsk og hafa náð að brjótast í gegnum aðra varnarlínu Úkraínu og taka marga bæi svo hratt, að þeir haldast nokkuð heilir. Að sögn Reisner er um „dómínó“ áhrif að ræða á svæðinu. Markus Reisner segir í N-TV:
„Það má ímynda sér að Úkraína muni koma á stöðugleika á þriðju varnarlínunni, þar á meðal Pokrovsk, í tæka tíð með varaliðinu sem þeir hafa flutt þangað. En ef það gengur ekki, þá er fyrirsjáanleg framrás Rússa í vesturátt samhliða hertöku á borginni, sem gæti leitt til hruns Úkraínu á Donbas-vígstöðvunum. Úkraína verður sannarlega að koma í veg fyrir að það gerist.“
Hersérfræðingurinn segir jafnframt, að Rússar hafi stöðvað sókn Úkraínu í Kúrsk, sífellt fleiri Rússar séu í gagnárásum þar.