Íris Erlingsdóttir skrifar:
Hæstaréttardómarinn “sannar hverja einustu staðalímynd um barnalegt eðli kvenna og vanhæfni þeirra til að gegna forystustöðum og opinberum embættum.” Josh Slocum, @Disaffected
Ketanji Brown Jackson finnst gaman að vera Hæstaréttardómari. Í viðtali fyrr í vikunni lýsti hún því yfir að hlutverkið veiti henni tækifæri „til að útskýra mínar skoðanir á því hvernig stjórnvöld okkar starfa og ættu að starfa“ og „að segja fólki, í mínum álitum, hvað mér finnst um málefnin.“
Hefur dómarinn íhugað að opna síðu á Substack?
„Finnst“ og „ætti“ ríma ekki við hlutverk dómara. „Ætti“ er á valdi kjósenda, þingsins og að ákveðnu marki, forsetaembættisins. Dómarar verða að halda sig við “er.” Stjórnarskráin mælir fyrir um hvernig stjórnvöld okkar starfa og lögin, sem þingið og ríkin samþykkja, fylla upp í það sem á vantar. Þeir, sem eru ósammála, geta beitt sér fyrir breytingu á stjórnarskrá… eða lögum. Undir engum kringumstæðum má krefjast þess að vingjarnlegur dómari skipti út því sem er fyrir það sem hún telur að ætti að vera.
Það er aðeins ein leið til að samræma lýðræðislegt stjórnkerfi okkar við hið gífurlega vald dómsvaldsins og hún er sú að dómararnir sem beita því valdi setji eigin skoðanir til hliðar og haldi sig staðfastlega við merkingar laganna eins og þau voru þegar þau voru samþykkt. Eins og er, eru sex Hæstaréttardómarar — stundum fimm — sem reyna að gera þetta og þrír sem gera það ekki.
Þessir þrír dómarar, sem allir eru konur [tilnefndar af Demókrötum], stofna stöðugleika stjórnskipunar okkar í hættu og í fullkomnum heimi væru þeir hvergi nærri völdum. Engu að síður, á þeim stutta tíma sem hún hefur setið í Hæstarétti, hefur Jackson tekist að skera sig úr innan þessa þríeykis með því að þykjast ekki skilja tilgang starfs síns.
Álitsgerðir Elenu Kagan eru verk snjalls apparatchiks. Álitsgerðir Sonju Sotomayor eru afurð hversdagslegs pólitísks hakkara, sem er ekki nógu kænn til að átta sig á að allir sjá í gegnum blekkinguna. Álitsgerðir Jackson eru… tja, hún orðaði það sjálf frábærlega: Þær eru afurð manneskju sem vill „segja fólki, í álitsgerðum mínum, hvað mér finnst um málefnin.“
Charles C.W. Cooke, National Review 10.07.2025.
Þýtt og endursagt

Íris Erlingsdóttir