Umræðan um kynin er hástemmd, ekki síst frá þeim sem krefjast að mega kyngreina sjálfa sig hvenær sem er og aðrir skyldaðir til að fylgja slíku háttalagi. Á það einkum við um karlmenn sem segjast vera konur og geta þá farið á kvennasalerni, í búningsklefa og kvennasturtur. Í íþróttum er þetta sláandi. Karlmenn „skipta um kyn“ og keppa í kvennaíþróttum og slá út konur vegna krafta sinna.
BBC greinir frá því, að Hæstiréttur Bretlands taki fyrir mál, þar sem lagalega skilgreiningin á því, hvað kona er, verði opinberlega útkljáð. Margir bíða spenntir eftir niðurstöðunni sem gæti hæglega orðið heljarmikið kjaftshögg á pólitísku rétttrúnaðarhreyfinguna sem fór með málið til hæstaréttar.
Kvenréttindahópur gegn rétttrúnaðarríkisstjórn Skotlands
Málið stendur á milli baráttuhóps skoskra kvenna „For Women Scotland „og skoskra stjórnvalda, undir forystu vinstri-frjálslynda skoska þjóðarflokksins, SNP, sem er orðinn alræmdur fyrir róttæka stefnu sína í málinu. Meðal annars voru sett ný haturslög 1. apríl í ár og það gert refsivert að „miskynja“ einhvern, það er að segja að segja einstakling vera af öðru kyni en einstaklingurinn skilgreinir sig sjálfur á huglægan hátt.
Sú sem gæti orðið fyrsta fórnarlamb þessara haturslaga er kvenréttindakonan og rithöfundur Harry Potter bókanna, Joanne Rowling. Hún hefur lent upp á kant við HBTQ hreyfinguna sem hún meinar að sé að troða á réttindum kvenna með því að segja að hver sem er geti kallað sig konu. Siobhian Brown ráðherra fórnarlamba og samfélagsöryggis Skotlands sagði að rannsaka ætti Joanne Rowling og það væri upp til lögreglunnar að meta, hvort hún hefði gerst brotleg við lögin.
#WeKnowWhatAWomanIs
— For Women Scotland (@ForWomenScot) November 26, 2024
See you tomorrow! pic.twitter.com/WkS38HaHik
Óljós lagasetning
Kjarni málsins eru tvenn lög sem þykja stangast á: Kynviðurkenningarlög (GRA) frá 2004 og jafnréttislög (EA) frá 2010. GRA gerir kleift að skipta um löglegt kyn og EA verndar gegn mismunun ma. vegna kynferðis.
Samkvæmt kvenréttindahópi skosku kvennanna á kyn að vera líffræðilega bundið því kyni sem ákvarðað er við fæðingu. Annars eiga líffræðilega fæddar konur á hættu að missa réttindi sín og vernd sem konur. Vill kvenréttindahópurinn að úrskurðað verði að ekki sé um „mismunun“ að ræða að halda transkonum frá kvennaíþróttum og almennu rými ætluðum konum. Einnig kemur spurningin upp um furðuleg mál skoska þjóðarflokksins til dæmis að karlmenn geti orðið óléttir og að vernda beri rétt „karlfæddra“ lesbía.
Today, the SNP will argue for the rights of 'pregnant men' and 'male-born lesbians'.
— Rachael Hamilton MSP Scottish Borders (@Rachael2Win) November 26, 2024
What about the rights of women?https://t.co/45RKqSq4w2
Amnesty styður baráttu transfólks og segir það mannréttindi að hver sem er geti kallað sig konu. J.K. Rowling skrifar gegn Amnesty:
„Sannarlega fyrirlitleg afstaða mannréttindasamtaka sem einu sinni voru virt en taka núna opna elítíska afstöðu um „kynvitund“ fram yfir líffræðilegt kyn. Á þeim grundvelli eru konur kúgaðar um allan heim.“
A truly despicable move from a once-respected human rights organisation, which now openly champions the elitist, first world notion of 'gender identity' over biological sex, the basis on which females across the globe are oppressed. https://t.co/rsXOYeVGo9
— J.K. Rowling (@jk_rowling) November 25, 2024