Hægt að lifa án stjórnmálamanna en ekki án bænda

Bændur mótmæltu landbúnaðarárásum Starmers í Wales og í Frakklandi mótmæla bændur samningi ESB og Mercosur. Á skilti franska bóndans segir: „Ég rækta jörðina. Ég fæði þig. En ég er að deyja.“ (Samsett mynd).

Undanfarin ár hafa bændur verið með mikil mótmæli í Evrópu gegn árásum ESB á landbúnaðinn. Í dag mómæltu franskir bændur enn á ný og í síðustu viku mótmæltu bændur í Wales stórfelldum skattahækkunum ríkisstjórnar Keir Starmers á bændur sem munu koma hluta landbúnaðarins á kné. Slagorð bænda voru meðal annars: „Matur vex ekki á búðarhillum“ og „Björgum þessum bónda frá Starmer“ (Save this farmer from Starmer). Afhentu bændur bréf stílað til Starmers með orðunum: „Ekki bíta af þá hönd sem fæðir þig.“

Franskir ​​bændur mótmæla enn á ný

Franskir ​​bændur fóru enn á ný út á göturnar og núna mótmæla þeir nýjum samningi á milli ESB og svo kallaðra Mercosur-ríkja: Argentínu, Brasilíu, Paragvæ, Úrúgvæ og Venesúela. Líta bændur á Mercousur-samninginn sem kornið sem fyllir mælinn. Samningurinn á að verða tilbúinn fyrir áramótin og mun lækka verð á afurðum bænda innan ESB eina ferðina enn. Bændur segja að ekki sé hægt að keppa við ódýrari landbúnaðarvörur sem ekki eru framleiddar samkvæmt sömu skilmálum og bændur í Evrópu neyðast til að starfa eftir.

Bændur innan ESB hafa áður mótmælt innflutningi landbúnaðarafurða frá Úkraínu þar sem úkraínskir bændur þurfa ekki að fylgja reglugerðarfargani ESB eins og bændur sambandsins eru tilneyddir til að gera. Bændur ætla að halda áfram mótmælum fram í miðjan desember.

Í Frakklandi er veik samsteypustjórn við völd undir forystu glóbaliztans Michel Barnier (sjá mynd) sem byggir á pólitísku bandalagi flokka frá vinstri til hægri sem vilja útiloka Þjóðfylkingu Le Pen frá því að komast til valda.

Franska stjórnin og Macron Frakklandsforseti mjálma gegn Mercosur samkomulaginu til að reyna að lægja reiðiöldur bændur en ESB þjösnast áfram með fjandskap sinn gegn landbúnaðinum.

Fara efst á síðu