Grænu gjaldþrotunum fjölgar stöðugt

Flóð grænna gjaldþrota heldur áfram í Svíþjóð. Síðast var það markaðsleiðandi fyrirtækið Solcellen Sverige AB, sem fór á hausinn.

Samkvæmt sænsku fyrirtækjaskránni var þetta gjaldþrot það stærsta í öllum flokkum í ágústmánuði í Svíþjóð.

Gjaldþrotið gerir það að verkum að viðskiptavinir sem greitt hafa fyrir sólarorkutæki eins og sólrafhlöður á húsþökum fá þau hvorki afhent eða uppsett eða fá peningana sína til baka, ef ekkert verður eftir, þegar gjaldheimtan og skatturinn hafa tekið sitt.

Á síðasta ári velti fyrirtækið rúmlega 200 milljónum sænskra króna og hagnaðist um fjórar milljónir sænskra króna.

Nýlega varð bandaríski orkurisinn Sunpower einnig gjaldþrota

Fara efst á síðu