Hvert á fætur öðru falla grænu eldsneytisverkefnin, hafin til skýjanna af heimskum stjórnmálamönnum sem um frelsun alheims væri að ræða. Hruninu má líkja við spilaborg, bólan er sprungin og raunsæið er að ranka við sér.
Í síðustu viku tilkynnti danski orkurisinn Ørsted, að gert yrði hlé á þróunarverkefni fyrir grænt flugeldsneyti. Skýringin sem var gefin var, að skilyrði græna eldsneytisins hefðu breyst eftir að farið var í verkefnið. Fyrir nokkrum vikum tilkynnti fyrirtækið, að hætt yrði við framleiðslu græns e-metanól fyrir skip. Stórt vetnisverkefni hefur einnig verið lagt á hilluna.
Í sumar hætti Shell við HySkies verkefnið, þar sem áætlað var að framleiða 90.000 tonn af grænu flugvélaeldsneyti í samvinnu við Vattenfall, SAS og Lanza Tech í verksmiðju í Svíþjóð. Þegar verkefnið var sjósett fyrir þremur árum síðan var sagt að framleiðslan nægði fyrir 25% af alþjóðlegri þörf SAS á flugvélaeldsneyti ár 2030. Að sögn sænska viðskiptablaðsins ríkir þögn um málið í fjölmiðlum.
Eftir að BP sagðist vera að hætta við verkefni fyrir grænt flugvélaeldsneyti og græna dísilolíu, þá hefur bandaríski orkurisinn Chevron byrjað að segja upp starfsmönnum í lífdísilverksmiðju sinni í Þýskalandi. Shell hefur dregið í neyðarbremsuna og stöðvað áform um byggingu stórrar lífeldsneytisverksmiðju í Hollandi.
Bólan er sprungin
Hruninu er lýst sem byrjun, við sjáum aðeins toppinn á ísjakanum. Morten Springborg, orkusérfræðingur hjá eignasafni C Worldwide Asset Management og fyrrverandi ráðgjafi dönsku ríkisstjórnarinnar í orkumálum, er ekki hissa. Hann segir við sænska viðskiptablaðið Affärsvärlden:
„Grænt vetni og ýmsar tegundir af grænu eldsneyti eru og verða ekki samkeppnishæfar og því ómögulegar fjárfestingar. Ég á ekki von á, að neitt það verkefni sem byggir á PtX-tækninni* verði nokkurn tíma arðbært og hætt verður við fleiri verkefni í framtíðinni.“
Hann segir grænu bóluna sprungna. Aftur sé hafist handa við réttar greiningar sem endurreisa raunsæið á orkumörkuðum.
(* Ptx-tækni, Power-to-x, er tækni til að breyta umframorku t.d. frá sólarpanelum og vindmyllum yfir í önnu form svo hægt sé að geyma orkuna í öðru formi t.d. eldsneyti í stað þess að hún fari forgörðum.)