Milljarðar skattgreiðenda og lífeyrissjóða hverfa með græna vindinum. Ekki fyrir svo löngu fór rafgeymaverksmiðjan Northvolt á hausinn í Svíþjóð án þess að hafa framleitt einn einasta rafgeymi. Núna endurtekur sagan sig með græna stálið. Fyrirtækið Stegra er komið í andnauð vegna peningaskorts og sömu aðilar og settu Northvolt á hausinn stóðu að stofnun Stegra. Það sama er uppi á teningnum: fyrirtækið er á leið í gjaldþrot án þess að hafa framleitt eitt gramm af grænu stáli. Allir milljarðarnir hverfa í fallinu og fara sjálfsagt til peningahimnaríkis eins og peningar útrásarvíkinganna í fjármálahruninu.
Samkvæmt Financial Times eyðir Stegra um 28 milljónum evra, samsvarandi 43 milljörðum ískr. í hverjum mánuði. Harald Mix hættir sem stjórnarformaður eftir fimm ár. Hann var einnig meðstofnandi Norhvolt og að hann víkur núna til hliðar vekur grunsemdir. Aðili með innsýn í málin segir til Financial Times að hlutirnir séu farnir að „líkjast Northvolt sífellt meira og það er erfitt að sjá neitt annað en að fjárfestingarnar komi til með að þurrkast út.”
Að sögn Aftonbladet, hefur sveitarfélagið Boden tekið tugi milljarða kr að láni til að hægt verði að reisa stálverksmiðjuna, meðal annars með fjárfestingum í vegum, byggingu nýrra brúa m.fl. Beatrice Öman sveitarstjóri segir að Boden hafi tekið á sig gríðarlega ábyrgð en „ríkið og ríkisstjórnin ættu að koma inn og axla enn meiri ábyrgð.“
Peningar frá ESB hafa ekki komið enn og hafa leitt til seinkunar framleiðslu sem nú er sagt að hefjist í byrjun 2027. Kristina Lagerström hjá SVT segir að Stegra sé álíka illa komið á sig og Northvolt.
Stegra skrifar í tilkynningu:
„Við erum fullviss um að áframhaldandi fjármögnun okkar eins og tækifæri til útivistunar og valinna leiðandi samstarfsaðila verði tryggð á skipulegan hátt.“
Stegra er á leiðinni að verða nýjasta dæmið um hvernig græn milljarðaverkefni hrynja þegar veruleikinn nær í skottið á blekkingunni.