Græna geðveikin er dýr fyrir skattgreiðendur

Hér er eitt lítið dæmi frá Luleå í Norður-Svíþjóð um hversu dýrkeypt „grænu umskiptin“ eru fyrir skattgreiðendur. Borgin keypti fimm nýja loftslagssnjalla, rafstrætisvagna á 57 milljónir sænskar ár 2018. Vagnarnir voru teknir í notkun á leið sex sem gengur þvert í gegnum miðbæinn. Á hverri endastöð voru sett upp rafhleðslutæki og sagt var, að það tæki bara nokkrar mínútur að hlaða strætó áður en hann færi í næstu ferð.

Vandræðin komu fljótlega í ljós. Ekki var hægt að stilla stýri vagnanna sem olli óþægindum við keyrslu. Hitarnir náðu ekki að hita upp vagnana því ekki var nægjanlegt rafmagn á geymunum. Til að leysa þann vanda voru keyptir hitarar sem gengu fyrir dísilolíu í vagnana til að halda hita á farþegum og bílstjórum. Olíu sem var eytt í upphitun vagnanna ár 2023 myndi duga til að keyra rútu að minnsta kosti tvisvar sinnum fram og til baka frá Luleå til Ítalíu. Að lokum voru strætisvagnarnir teknir úr umferð og eru einungis notaðir í dag sem varavagnar.

Fyrirtækið Linkker í Finnlandi sem framleiddi hina loftslagssnjöllu strætisvagna átti við fjárhagsörðugleika að stríða og sótti um greiðslustöðvun 2020 og fór síðan á hausinn 2023 enda rekið með tapi síðan 2015 og með marg milljóna sænskra króna skuldir á bakinu.

Stjórn samgöngufyrirtækis Luleåborgar hefur rauðgrænan loftslagssnjallan meirihluta. Forystumennirnir vilja ekki ræða við fjölmiðla um hneykslið. Eini fjölmiðillinn sem rætt er við er staðbundið blað sósíaldemókrata (Norrländska Socialdemokraten).

Í Reykjavík keypti Dagur borgarstjóri rafstrætisvagna frá Kína. Í stjórn kínverska félagsins á Norðurlöndum er Össur Skarphéðinsson, flokksbróðir Dags sem tálgar gull úr vösum reykvískra skattgreiðenda í sölulaun. Það er mikil spilling í kjölfar vinstri manna sama hvar þeir eru. Grænu umskiptin eru sniðin fyrir þá til að næla sér í fé af skattgreiðendum.

Fara efst á síðu