Eftirspurnin eftir rafbílum hrapar og helstu bílaframleiðendur leggja áætlanir sínar um að skipta yfir í 100% rafbíla á hilluna. Vindorkan er á hnjánum og dæmd sem efnahagslega óhaldbær og rafgeymaframleiðandinn Northvolt er í öndunarvél. Núna stöðvar stórfyrirtækið LKAB fyrirætlanir sínar um framleiðslu græns stáls (Hybrit) og Vattenfall segir að hætt verði við enn eitt vindorkuverkefnið.
LKAB tilkynnti í nóvember 2020 um stærstu breytinguna í sögu námufyrirtækisins. Fyrirtækið ætlaði að umbylta stálframleiðslunni með með grænu vetni. Hið nýja græna stál átti alfarið að koma í stað stáls sem framleitt er með hefðbundnum hætti. Árið 2022 var sagt frá metnaðarfullu markmiði fyrirtækisins, að í síðasta lagi árið 2050 væri grænu umbreytingunni lokið og að öll stálframleiðsla fyrirtækisins yrði í hinu nýja græna stáli.
En núna er komið annað hljóð í strokkinn að sögn Jan Moström, forstjóra LKAB. Fyrirtækið hefur gert nýjar áætlanir „sem eru í meira jafnvægi.“ Hann vísar til annarra jarðefnaauðlinda en fyrir fimm árum og takmarkana í innviðum. Þar með er græna stálið komið á hilluna – að minnsta kosti í bili.
Vattenfall
Græna byltingin hefur líka hægt á sér hjá Vattenfall. Fyrr á þessu ári var tilkynnt að Kriegers Flak vindorkuframkvæmdir yrðu stöðvaðar og núna er rætt um að fresta vindorkuverkefninu við Kattegatt Syd.
Ein af ástæðum þess að vindorkuverkefnið Kriegers Flak var stöðvað var kostnaður við að tengja vindorkuverið við rafkerfið í landi. Ríkisstjórn Svíþjóðar telur að Vattenfall eigi að standa straum af þeim kostnaði en ekki skattgreiðendur eins og Vattenfall vill.
Anna Borg, forstjóri Vattenfalls, segir við Aktuell hållbarhet varðandi stöðvun Kattegatt Syd:
„Það lítur allt út fyrir það. Við gerum það sem við getum til að draga úr kostnaði við verkefnið. Við erum í viðræðum við birgjana okkar og einnig hugsanlega rafmagnskaupendur.“
Bensínbíllinn aftur á toppnum
Aflögð kjarnorka hefur valdið miklum efnahagslegum usla í Þýskalandi. Þýsku græningjarnir hafa verið í fararbroddi grænu byltingarinnar og hefur greinilega legið ansi mikið á, þegar farið er að neyða rafbíla upp á fólk.
En ný gögn frá stærsta bílatryggingafélagi Þýskalands sýna, að þriðji hver rafbílaeigandi skipti aftur yfir í bensín- eða dísilbíl á þessu ári.
Hlutfall bensínbílaeigenda sem skiptu yfir í rafbíla árið 2024 er 3,6%. Aðeins 18% segjast ætla að íhuga rafbíl við næstu bílakaup.
Græna byltingin étur börnin sín ekki síður en sú rauða.
Rafbílar í björtu báli……..