Google viðurkennir að hafa stundað pólitíska ritskoðun – vill fá útilokaða viðskiptavini til baka

Google „neyddist“ til pólitískrar ritskoðunar undir fyrri stjórn Joe Biden. Það kemur fram í bréfi til dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Daniel F. Donovan, lögfræðingur móðurfélags Google, Alphabet, segir frá ritskoðuninni í fimm blaðsíðna bréfi (sjá að neðan).

Samkvæmt bréfinu hafði stjórn Biden samband við Google sem „varð“ af pólitískum ástæðum að fjarlægja efni og loka fyrir notendur á YouTube, sem er í eigu Google, jafnvel þótt þeir hafi ekki brotið gegn þjónustuskilmálum félagsins.

Tengist faraldrinum

Samkvæmt Donovan voru það aðallega þeir sem settu sig upp gegn Covid-faraldrinum og bólusetningum sem stjórn Bidens vildi þagga niður í. Meðal annars segir í bréfi Donaovan:

„Leiðandi fulltrúar í stjórn Biden, þar á meðal fulltrúar Hvíta hússins, höfðu ítrekað og stöðugt samband við Alphabet og þrýstu á fyrirtækið varðandi ákveðið notendaframleitt efni tengt Covid-19 faraldrinum sem braut ekki gegn leiðbeiningum okkar.“

Í bréfinu kemur einnig fram að þaggað var niður í íhaldssömum álitsgjöfum, eins og þeim sem véfengdu úrslit kosninganna árið 2020, vegna „pólitíska andrúmsloftsins“ sem stjórn Biden skapaði.

Google segist núna vilja aflétta lokun þúsunda Bandaríkjamanna sem misstu YouTube reikninga sína vegna stjórnmálaskoðana sinna.

Fara efst á síðu