Google lýgur um afnám ritskoðunar: Íhaldsmenn áfram bannaðir á Youtube

Screenshot

Google hefur beðist afsökunar á fyrri pólitískri ritskoðun sinni og boðið notendum sem áður höfðu verið lokaðir að koma aftur. En YouTube lokaði fljótlega aftur reikningum íhaldssinnaðra einstaklinga eins og Alex Jones og Nick Fuentes, þegar þeir reyndu að endurræsa YouTube rásir sínar.

Þjóðólfur greindi frá því í gær að Google hafði sent bréf til dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Í bréfinu viðurkennir netrisinn að mikil pólitísk ritskoðun hafi átt sér stað á samfélagsmiðlinum en skýlir sér á bak við fyrrverandi ríkisstjórn Joe Bidens sem hafi neytt risann til ritskoðunarinnar.

Google viðurkenndi einnig að það hafi verið rangt að ritskoða skoðanir fólks og lofaði að þeir sem voru útilokaðir af pólitískum ástæðum gætu núna opnað reikninga sína að nýju.

En reikningum margra íhaldsmanna sem voru áður á YouTube var snarlega lokað aftur, þegar þeir reyndu að endurræsa aðkomu á YouTube. Alla vega í dæmi Alex Jones og Nick Fuentes.

Breanna Morello, kynnir á rás Alex Jones, Infowars, segir að „Alex Jones Live“ aðgangurinn, sem var stofnaður á miðvikudag, hafi verið fjarlægður á fimmtudag.

„Þetta er ekki það sem okkur var lofað“ segir Morello og bendir á að Google virðist ekki hafa svo mikinn áhuga á að endurvekja notendur sem áður höfðu verið útilokaðir eins og gefið var í skyn.

Fara efst á síðu