Google fellt í dómstól fyrir að brjóta samkeppnislög

Alríkisdómari úrskurðaði á mánudag að Google misnotaði einokunarstöðu sína með leitarvél sinni á Internet með ólögmætum hætti sem brýtur gegn samkeppnislögum. Úrskurður Amit Mehta dómara við héraðsdóm Kólumbíu er fyrsta ákvörðun gegn einokun tæknifyrirtæki um áratuga bil. Andrew Bailey, dómsmálaráðherra Missouri, fagnaði úrskurði dómstólsins í dag.

Þetta eru góðar fréttir. Að Google tapar er almenningi í hag.

Hér má sjá afrit af 286 blaðsíðna úrskurði dómstólsins á ensku:

Blomberg greinir frá: Google einokaði leitarmarkaðinn á ólöglegan hátt með einkasamningum, að því er dómari úrskurðaði 5. ágúst. Er það fyrsti sigur hins opinbera í eina stóra samkeppnismáli gegn tæknirisa í meira en tvo áratugi. Amit Mehta dómari í Washington sagði, að 26 milljarða dollara greiðslur Alphabet Inc. til að leitarvélin gerði sig að sjálfgefnum valmöguleika á snjallsímum og vefvöfrum, hindruðu í raun hvers kyns samkeppnisaðila að ná árangri á markaðnum. Mehta skrifar í 286 blaðsíðna úrskurði dómstólsins:

„Dreifingarsamningar Google útilokaði verulegan hluta almenns markaðs leitarþjónustunnar og skerti möguleika keppinauta til samkeppni. Með því að einoka dreifingu á símum og vöfrum hefur Google tekist að hækka stöðugt verð á auglýsingum á netinu án þess að hafi fengið afleiðingar”

„Sönnunargögn réttarhaldanna staðfestu að einokunarvald Google, sem haldið er uppi með einkadreifingarsamningunum, hefur gert Google kleift að hækka verð á textaauglýsingum án nokkurra marktækra samkeppnisþvingunar.”

Fulltrúar samkeppniseftirlits fullyrtu, að Google hafi einokað leit á netinu á ólöglegan hátt og tengt við auglýsingar. Ríkisstjórnin sagði, að Google hafi greitt Apple, Samsung Electronics Co. og fleirum milljarða í áratugi fyrir besta staðsetningu á snjallsímum og vöfrum við leit á netinu. Þessi sjálfgefna staða hefur gert Google kleift að byggja upp mest notuðu leitarvél í heimi og ýtt undir meira en 300 milljarða dollara árlega tekjur sem að mestu leyti fást af leitarauglýsingum.

Fara efst á síðu