Elon Musk hefur verið duglegur að styðja við fullveldissinna í bæði Bretlandi og Þýskalandi. Réttarheimspekingurinn og álitsgjafinn Eva Vlaardingerbroek segir í viðtali við Tucker Carlson, að það eigi sér rökrétta skýringu, þegar þeir sem fara með völdin og stofnanafjölmiðlar verða brjálaðir út af því að Elon Musk lýsir yfir stuðningi við Valkost fyrir Þýskaland AfD.
Hún telur að málið snúist í grundvallaratriðum um óttann við að Þjóðverjar losni við sektarkenndina frá seinni heimsstyrjöldinni. Eva Vlaardingerbroek segir:
„Það sem gerist næst í Þýskalandi mun skipta sköpum fyrir framtíð allrar Evrópu. Ef Þjóðverjar sleppa loksins sektarkenndinni frá seinni heimsstyrjöldinni, þá er leikurinn búinn fyrir glóbalízku öflin. Þýskaland er/var þeirra helsta vígi. Það er ástæðan fyrir því að þeir fara svona úr límingunum þegar Musk styður AfD.“
Tucker Carlson bendir á að það sé aldrei neitt vandamál að „Kína sé of kínverskt.“ Heldur sé vandamálið að stjórnmála- og fjölmiðlamenn sýna það stöðugt sem eitthvað neikvætt eða vandræðalegt að það séu of margir hvítir menn í Bandaríkjunum eða Evrópu. Vlaardingerbroek útskýrir:
„Að miklu leyti snýst þetta um þá staðreynd að við lifum enn undir bölvun seinni heimsstyrjaldarinnar. Illskan hefur tekið á sig mjög sýnilegt andlit í sameiginlegu minni Evrópubúa – nefnilega nasistastjórninni.“
„Svo hvítir karlmenn eru vandamálið. Feðraskipulag er vandamálið. Þjóðernishyggja er vandamálið. Svo ég held að ef þú ert til dæmis eins og ég, ef þú ert ljóshærð kona til hægri, þá færðu stimpil beint í þær herbúðir. Það virðist vera það eina sem fólk hugsar um þessa dagana.“
Áróður til að halda völdum
Hún hefur upplifað hvernig föðurlandsást og þjóðlegar hefðir eru gerðar tortryggilegar á fáránlegan hátt. Hver sá sem mælir fyrir slíkum gildum verður fljótlega sakaður um að tala fyrir þjóðarmorði og öðrum glæpum. Hún segir:
„Það er eins og að ef þessum gildum verður fylgt, þá munum við fljótlega fá þriðja heimsstyrjöldina í fangið. Svona hugsunarháttur er svo afskaplega einhliða. Það er mjög pirrandi, en þetta er mjög góð leið til að koma í veg fyrir og þagga niður í andófsmönnum. Mjög góð aðferð til að halda völdum.“
Sjá má klippu með ummælunum hér að neðan:
What happens next in Germany is decisive for Europe’s entire future. If Germans finally let go of their World War II guilt complex, it’s game over for the globalist powers. Germany is/was their main stronghold. That’s why they’re having such a meltdown over Musk endorsing @AfD. pic.twitter.com/2MgVCrQei3
— Eva Vlaardingerbroek (@EvaVlaar) December 31, 2024