Sænski netmiðillinn Frjálsir tímar greinir frá því að regnbogafánar gleðihátíðar hinsegin fólks í Borås hafi verið teknir niður og brenndir til ösku. Sagt er að þjóðernishópur sem kallar sig Tvåsaxe standi að baki aðgerðinni og lögðu þeir sjálfir út myndskeið af atburðinum (sjá X að neðan).
Regnbogafánar sem voru bæði á opinberum fánastöngum og fánastöngum í einkaeigu hurfu í síðustu viku, þar á meðal frá íbúðahverfum í Druvefors og Hässleholmen og af þjóðvegi 41 þar sem Borås bær hafði dregið stóra regnbogafána að hún.
Samtökin Tvåsaxe birtu myndskeið á Telegram, þar sem grímuklæddir menn með táknum samtakanna rífa niður fána og kveikja í þeim.
Tvåsaxe lýsir sér sem „þjóðernissinnuðu tengslaneti í Borås og nærliggjandi sveitarfélögum“ og rekur líkamsræktarstöð í borginni sem þeir kalla „járnmusterið.“
Elvira Löwenadler, borgarfulltrúi og blaðafulltrúi LGBTQ samtaka Móderata flokksins, sem tók þátt í gleðigöngunni á laugardaginn, segir við Borås Tidning:
„Sagt á hreinni sænsku, þá er þetta djöfullegt. Að þetta skuli aldrei taka enda og hægt sé að fagna ástinni til fulls.“
Daniel Karlsson, verkefnisstjóri gleðigöngunnar í Borås, segir að skipuleggjendurnir „óttist ekki að haldi að sér höndum, þótt einhverjir taki gleðifánann niður. Hótanir hræði þá ekki.“
Video: Här bränns prideflaggorna i Borås
— Fria Tider (@friatider) June 30, 2025
Samlas in och eldas upp – metodiskt.
Artikel: https://t.co/vBrOuLqwb3 pic.twitter.com/EEJhyxYtmb