Lík sex gísla sem Hamas-hryðjuverkasamtökin rændu í tengslum við fjöldamorðin í október fundust í göngum í Rafah um helgina skömmu eftir að þeir voru myrtir. Það tilkynnti ísraelska varnarliðið á sunnudag.
Hinir myrtu eru Hersh Goldberg-Polin, 23, Eden Yerushalmi, 24, Ori Danino, 25, Alex Lobanov, 32, Carmel Gat, 40, og Almog Sarusi, 27.
Goldberg-Polin, Yerushalmi, Lobanov, Sarusi og Danino voru tekin á Nova tónlistarhátíðinni nálægt Kibbutz Re’im en Gat var tekinn frá Kibbutz Be’eri.
Lík þeirra fundust með mörgum skotsárum og eru þau talin hafa verið myrt á milli 48 – 72 klukkustundum fyrir krufningu, það er á milli fimmtudags og föstudagsmorguns. Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins sagði:
„Samkvæmt frummati voru þau myrt á hrottalegan hátt af Hamas-hryðjuverkamönnum stuttu áður en við náðum til þeirra. Þeim var rænt lifandi að morgni 7. október af Hamas-hryðjuverkasamtökunum.“
Isaac Herzog forseti Ísrael sagði, þegar tilkynnt var um morðið á gíslunum:
„Hjarta heillar þjóðar er brostið“
Mikil reiði er meðal Ísraelsmanna vegna morðanna og voru gríðarmikil mótmæli í gær með hundruðum þúsunda mótmælendum til að hafa áhrif á Ísraelsstjórn að reyna sitt ítrasta til að fá þá gísla heim sem enn gætu verið á lífi. Stærsta verkalýðsfélag Ísrael, Histadrut, boðaði allsherjarverkfall í Ísrael í dag. Hófst verkfallið í morgun en vinnudómstóllinn dæmdi að verkfallinu yrði að ljúka í síðasta lagi kl 14.30 í dag.
Talið er að 97 af 251 gíslum, sem Hamas rændi 7. október, séu enn á Gaza, þar á meðal lík að minnsta kosti 33 sem staðfest er að hafi látist.