Gerðist kristinn og hætti að vera samkynhneigður – verður líklega fangelsaður fyrir vikið

Matthew Grech á Möltu gerðist kristinn og hætti með lífsstíl samkynhneigðra. Núna á hann yfir höfði sér allt að fimm mánaða fangelsi fyrir vikið.

Matthew Grech sagði í viðtali í apríl 2022 hjá PMNews Malata, sem er staðbundinn íhaldssamur fréttamiðill á Möltu, að hann hafði áður verið samkynhneigður en eftir að hann gerðist kristinn, þá hafi hann hætt slíkri kynhegðun (sjá YouTube að neðan).

Fáum dögum síðar hringdi lögreglan og tilkynnti honum að hann væri grunaður um að hafa framið glæp og hann eigi að koma á lögreglustöðina til yfirheyrslu.

Breytingarmeðferð

Glæpurinn sem Matthew Grech er grunaður um að hafa framið er brot gegn lögum um umbreytingarmeðferð sem hefur verið sakhæft á Möltu síðan 2016.

Allir sem halda því fram opinskátt að samkynhneigðir geti yfirgefið kynhneigð sína til dæmis með guðlegri íhlutun, eiga á hættu að verða sektaðir og/eða stungið í steininn í allt að fimm mánuði. Að einhver segi frá eigin reynslu og trúarskoðunum sínum í þessu samhengi, þá skiptir það engu máli.

Í viðtalinu kemur Grech einnig fram sem fulltrúi Alþjóðabandalags fyrir lækninga- og ráðgjafaval, International Federation for Therapeutic and Counseling Choice, IFTCC, í London sem eru andvíg banni á viðsnúningsmeðferðum samkynhneigðra. Grech segist þekkja marga fyrrum samkynhneigða sem hafi snúist hugur og giftust konum, stofnuðu hamingjusamar fjölskyldur og eignuðust börn.

Blaðamenn einnig kærðir

Auk Matthew Grech liggja tveir blaðamenn sem tóku viðtal við hann undir grun um að hafa framið sama glæp. Blaðamennirnir telja að þeir hafi aðeins gefið Matthew Grech tækifæri til að nota málfrelsi sitt til að segja sögu sína.

Yfirvöld Möltu neita að hlusta á slík rök. Auk Grech hafa báðir blaðamennirnir verið auðgreindir með nöfnum og myndum og jafnvel heimilisföngum þeirra í fjölmiðlum á Möltu.

Rannsókn lögreglunnar á meintum glæpum Matthew Grech og blaðamönnunum tveimur hefur staðið yfir í meira en þrjú ár og margar yfirheyrslur hafa verið haldnar. Enn sem komið er hefur málið ekki farið fyrir dómstól.

Malta er oft auðkennt sem það land í Evrópu sem hefur gengið einna lengst í innleiðingu svokallaðra HLGBTQ réttinda. Breytingarmeðferð hefur verið gerð refsiverð í mörgum ríkjum ESB en enn sem komið er ekki verið bönnuð í Svíþjóð eða á Íslandi.

Fara efst á síðu