Georgescu vann fyrri umferð forsetakosninganna – núna handtekinn

Rúmenski forsetaframbjóðandinn Calin Georgescu hefur verið handtekinn af lögreglu vegna gruns um „útlendingahatur og kynþáttafordóma.“ Lögreglan hefur gert 47 aðgerðir gagnvart fólki sem stendur honum nærri. Forsetakosningum var aflýst í Rúmeníu eftir að Georgescu vann í fyrstu umferð. Vance varaforseti Bandaríkjanna minntist málið í frægri ræðu á öryggisráðstefnunni í München nýlega.

Rúmenska stjórnin grípur enn á ný til aðgerða gegn Calin Georgescu – hinum vinsæla forsetaframbjóðanda sem vann fyrri umferð kosninganna í nóvember. Valdhafar ógiltu kosningarnar af því að „vitlaus frambjóðandi vann.“ Þegar hann var á leiðinni til að skrá framboð sitt aftur í endurteknum kosningum, þá var hann handtekinn og fluttu beint á skrifstofu saksóknara til yfirheyrslu. Kosningateymi Georgescu skrifar á Facebook:

„Fyrir aðeins tíu mínútum var hann stöðvaður í umferðinni og færður til yfirheyrslu! Hvar er lýðræðið núna?“

47 lögregluaðgerðir

Handtakan á sér stað í tengslum við umfangsmikla aðgerð stjórnvalda gegn „öfgasinnum“ í kringum Georgescu. Lögreglan hefur framkvæmt 47 húsleitanir og handtekið 27 manns, þar á meðal kaupsýslu- og fjárstuðningsmanninn Horatiu Potra fyrrverandi meðlim frönsku útlendingahersveitarinnar. Potra er sagður hafa verið með yfir milljón dollara á heimili sínu.

Yfirvöld staðfesta að Georgescu sé til rannsóknar sem sakborningur í víðtæku máli fjölda einstaklinga sem sakaðir eru um að hafa átt frumkvæði að eða stutt „öfgahreyfingar.“ Remix News skrifar að það feli í sér stofnun fasista-, rasista- eða haturssamtaka gagnvart útlendingum.

Opinbera skýringin á ógildingu kosninganna í nóvember voru meint rússnesk inngrip sem Kreml þvertekur fyrir. Stuðningsmenn Georgescu telja hins vegar raunverulegu ástæðuna vera þá, að valdhafar hafi einfaldlega ekki getað sætt sig við sigur Georgescu. Það er sama ástæða og JD Vance varaforseti Bandaríkjanna upplýsti um í athyglisverðri ræðu á öryggisráðstefnunni í München. Elon Musk hefur einnig fordæmt ákvörðunina sem hann telur vera íhlutun í úrslit kosninganna. Handtaka Georgescu hefur ekki rýrt fylgi hans samkvæmt skoðanakönnunum. Vance sagði í ræðu á íhaldsráðstefnunni CPAC í Washington í síðustu viku:

„Þú getur ekki deilt gildum með landi sem aflýsir kosningum bara vegna þess að yfirvöldum líkar ekki við kosningaúrslitin.“

Fara efst á síðu