Gamla bænum í Stokkhólmi lokað í dag en ekki vegna fundar Norðurlandaráðs í Reykjavík

Lögreglumaður við lokun einnar af þröngum götum gamla bæjarins í Stokkhólmi (skjáskot SVT).

Fyrirsögn þessarar greinar kemur til út af ákvörðun forsætisráðherra Norðurlanda sem funda í Reykjavík um að vinna saman gegn glæpaklíkunum á Norðurlöndunum sem eiginlega mætti lesa: glæpaklíkunum í Svíþjóð. Aumingjaskapur Svía við að takast á við vandann og reyndar stöðugt gera hann verri með enn meiri innflutningi glæpamanna, hefur að lokum leitt til þess að önnur Norðurlönd sjá sig tilneydd til að taka höndum saman til að stöðva áhrif glæpahópanna. Bæði Norðmenn og Danir sjá stærstu öryggishættu hjá sér í „útrásarglæpamönnum Svía.” Danir tala um sænska „barnahermenn” í því sambandi.

Íslensk yfirvöld sem apa allt slæmt eftir frá Svíþjóð eru þegar búin að tryggja áhrif sænskra glæpahópa á Íslandi. Það ástand á bara eftir að versna enn frekar á meðan stjórnmálamennirnir sofa og drekka þess á milli kampavín á loftslagsráðstefnum og í kerfisklúbbi 101 Reykjavík. Núna eru hnífar á lofti og fólk drepið. Bíðið þar til byssur, hríðskotabyssur og handsprengjur koma til Íslands. Það er betra að hríðskotabyssur séu í höndum lögreglumanna en harðsvíraðra glæpamanna og stjórnvöld verða að hlusta á úrlausnir lögreglunnar í stað þess að drepa allt í dróma þar til það verður of seint að ráða við ástandið eins og er orðið í Svíþjóð.

Ástæðan fyrir lokun gamla bæjarins í miðbæ Stokkhólms var að virk handsprengja sást á fjölfarinni götu sem hefði getað drepið þá sem gengu fram hjá. Þetta er hvorki fyrsta né síðasta lokun í fjölförnum bæjarhlutum eða neðanjarðarlestarkerfi Stokkhólms á háannatíma á virkum degi. Oftast er það vegna skotárása, sprengjuárása, eltingarleiks lögreglunnar við bófana út um allan bæ sem loka verður almennum samgöngum og hverfum. Þetta er orðið hversdagslegur hluti í draumaríki barnanna, landi Línu langsokks og Emils í Kattholti.

Sprengjusveit lögreglunnar kom á vettvang og gat staðfest að handsprengjan væri virk. Talsmaður lögreglunnar, Ola Österling, sagði að almenningur geti verið rólegur, því lögreglan myndi gera sprengjuna óvirka sem sprengjudeildin gerði síðar. Eftir það var umferðinni hleypt á aftur. Atvikið er rannsakað sem tilraun til grófrar almennrar eyðileggingar.

SVT

Í nótt var einnig skotið á fjölbýlishús í Sigtuna norður af Stokkhólmi. Í byrjun mánaðarins var anddyri fjölbýlishúss í sama hverfi sprengt í tætlur í sprengjuárás.

Fara efst á síðu