Í fyrsta skipti frá því stríðið milli Rússlands og Úkraínu hófst, vill meira en helmingur Úkraínumanna sjá skjótan, milliliðalausan endi á stríðinu og styðja að landsvæði verði gefin eftir til að skapa frið.
Samkvæmt nýjustu könnun Gallup um Úkraínustríðið, þá vill meirihluti Úkraínumanna – 52%, að samið verði um endalok stríðsins eins fljótt og auðið er. 38% vilja að Úkraína halda áfram að berjast þar til það sigri Rússland. Þetta er töluverð breyting frá árdögum stríðsins í febrúar 2022, þegar 73% vildu berjast þar til Úkraína sigraði. Sá stuðningur fór niður í 63% á síðasta ári en þetta er í fyrsta skipti sem yfir helmingur þjóðarinnar styður samningaviðræður til að koma á friði eins fljótt og mögulegt er.
52% vilja gefa eftir landshluta til að samið verði um frið
Eftir 1000 daga stríð er meirihluti Úkraínumanna búinn að fá sig fullsaddan af stríðinu og telur að gefa megi eftir landshluta til að hægt verði að skapa frið. Einungis 38% finnst sú hugmynd fáránleg.
Gallup könnunin sýnir einnig að ár 2022 og 2023 töldu 92% Úkraínumanna að „sigur“ þýddi að Úkraína endurheimtaði allt það land sem tapast hefur síðan 2014, þar á meðal Krímskaga. Ár 2024 hefur sama mat minnkað niður í 81%.
Rússland tekur öryggið af kjarnorkugikknum
Á meðan Gallup gerði könnunina í október, þá kynnti Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, fyrirhugaða „siguráætlun“ sína sem fengið hefur misjafnar viðtökur hjá bandamönnum í vestri. Áætlunin gengur út á það, að Úkraína verði meðlimur í Nató sem leyfi landinu að nota vestrænar langdrægar eldflaugar til að ráðast á hernaðarleg skotmörk í Rússlandi.
Biden veitti Zelensky leyfi til að nota þessar eldflaugar um helgina og Úkraína skaut fyrstu slíkum flaugum á Rússland á þriðjudagsmorgun. Vladimír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti þá að hann lækkaði þröskuldinn fyrir notkun Rússa á kjarnorkuvopnum sínum. Ljóst er að þessi skyndilegi viðsnúningur Bidens setur verulegan vanda á herðar kjörins forseta, Donald Trump, og störf hans til að aðstoða við að koma á friði í Úkraínustríðinu og hindra þriðju heimsstyrjöldina. Biden hefur með ákvörðun sinni teymt hinn vestræna heim á barm hyldýpis gjöreyðingarstríðs við Rússland.
Zelensky þykist ætla að vinna með Trump en biður um meiri peninga og vopn í ræðu á stórskjá hjá Evrópusambandinu. Zelensky segist berjast til að verja öryggi annarra ríkja í Evrópu. Þingheimur ESB slefar í hrifningu yfir „herforingjanum mikla“ og heitir stuðningi svo Úkraína „sigri“ Rússland með dúndrandi lófaklappi.