Í vikunni var fyrsti alþjóðasamningur um heimsfaraldur samþykktur á 78. þingi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar World Health Assembly í Genf.
WHO segir í fréttatilkynningu um málið:
„Aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) samþykktu í dag fyrsta Heimsfaraldurssamninginn formlega með samhljóða atkvæðum. Þessi tímamótaákvörðun 78. þingsins er hápunktur meira en þriggja ára ítarlegra samningaviðræðna sem stjórnvöld héldu áfram vegna hörmulegra áhrifa Covid-19 faraldursins, knúin áfram af markmiðinu um að gera heiminn öruggari og réttlátari í viðbrögðum við faröldrum framtíðarinnar.“
Glóbalistarnir ná sínu fram
Tedros Ghebreyesus, aðalritari WHO hyllti Heimsfaraldurssamninginn:
„Heimurinn er öruggari í dag þökk sé forystu, samvinnu og skuldbindingu aðildarríkja okkar til að samþykkja sögulegan heimsfaraldurssamning Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Samningurinn er sigur fyrir lýðheilsu, vísindi og fjölþjóðlegar aðgerðir. Hann mun tryggja að við getum, sameiginlega verndað heiminn betur gegn framtíðarógnum af völdum heimsfaraldurs. Hann er einnig viðurkenning alþjóðasamfélagsins á því að borgarar okkar, samfélög og hagkerfi mega ekki vera varnarlaus fyrir því að þola aftur tjón eins og það sem við urðum fyrir á tímum Covid-19.“
Þjóðólfur birtir tillögu að samningnum sem var til umræðu á þinginu hér að neðan (sjá pdf). Samningurinn var samþykkur samhljóða af 124 aðildarríkjum, enginn greiddi atkvæði gegn en 11 höfðu athugasemdir.
Þjóðólfur mun fylgja þessari samþykkt síðar en að neðan eru hlekkir á nokkrar af greinum Þjóðólfs um málið.
🚨The World Health Organisation has unanimously approved an adoption of the ‘Pandemic Agreement’ framework. pic.twitter.com/eDi8mXWHDO
— Australians vs. The Agenda (@ausvstheagenda) May 20, 2025