Fyrsta opinbera ræða Assange eftir 14 ára innilokun

Frelsishetjan Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var sleppt úr fangelsi í lok júní í ár, þegar samkomulag náðist við bandarísk stjórnvöld um að fella niður kröfu um framsal hans til Bandaríkjanna. Assange mætti fyrir dómstól Bandaríkjanna á Marina eyjum og hlaut dóm en varð frjáls maður þegar tími hans í fangelsi var dreginn frá. Assange hefur verið sviptur frelsi í 14 ár. Julian Assange undirbýr núna fyrstu opinberu fundarhöldin eftir allan þennan tíma í næsta mánuði hjá Mannréttindaráði Evrópu „Council of Europe.“ Búist er við að hann vitni um þá hræðulegu meðferð sem hann hefur mátt þola með frelsisskerðingunni.

Litið er á Assange sem frelsishetju um allan heim. Meðal annars var hann innilokaður í sendiráði Ekvador í London. Assange birti myndir og gögn um stríðsglæpi Bandaríkjanna í Írak og Bandaríkjastjórn reyndi að fá hann felldan fyrir njósnir og ólöglega birtingu á leyniskjölum.

Síðan Julian Assange var látinn laus hefur hann ekki komið fram opinberlega og samkvæmt Wikileaks er Assange enn að jafna sig eftir fangelsisvistina.

Nú koma fréttir frá The Mirror og Reuters m.fl. um að Assange ætli að koma fram opinberlega í fyrsta sinn eftir að hann var látinn laus. Verður það í næsta mánuði hjá Mannréttindaráði ESB í Strassborg. Er búist við að hann upplýsi um þann óhreina leik sem fram fór að tjaldabaki til að reyna að þagga niður í honum að eilífu. Vitnisburður Assange verður þýðingarmikill og eflaust margir spenntir fyrir að fá að heyra hann aftur eftir allan þennan tíma.

Fara efst á síðu