Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Svenska Dagbladet bendir skyndilega á George Soros sem höfuðpaurinn á bak við hrun krónunnar á tíunda áratugnum. Það hefur lengi verið kallað „samsæriskenning“ að tala um skaðleg áhrif Soros sérstaklega í Svíþjóð en margir stuðningsmenn Soros eru í sænskum stjórnmálum.
Sænska Dagbladet segir frá því hvernig George Soros stundaði virka spákaupmennsku gegn sænsku krónunni á tíunda áratugnum í gegnum þáverandi samstarfsmann sinn Scott Bessent. Afleiðingin varð alvarleg fjármálakreppa þar sem vextir voru hækkaðir í 500 prósent og Svíþjóð neyddist til að láta gengi sænsku krónunnar fljóta.
Bessent er núna fjármálaráðherra Donalds Trumps. Hann er staddur í heimsókn til Svíþjóðar til funda um viðskiptamál milli Kína og Bandaríkjanna. Þegar hann vann fyrir Soros var hann sendur til Svíþjóðar til að safna saman upplýsingum um skráð sænsk fyrirtæki og Seðlabanka Ríkisbankans til að undirbúa gjaldmiðilsárás Soros.
Scott Bessent hafði einnig afgerandi stöðu þegar hrægammasjóður Soros réðst á breska pundið á svarta miðvikudeginum 1992. Gjaldeyrismarkaðir heims hristust og Soros tók heim yfir milljarð dollara gróða í aðgerðinni. Soros varð þekktur sem maðurinn sem felldi Seðlabanka Englands.
George Soros lítur á Donald Trump sem einn aðal andstæðing sinn og segir Trump vera „svikahrapp, og sjúklegan narsissista.“ Soros segir Trump
„vera tilbúinn að fórna þjóðarhag fyrir eigin hagsmuni og að Trump sé tilbúinn að gera næstum hað sem helst ef hann yrði endurkjörinn.“
Hvernig Scott Bessent lítur á stefnu yfirmannsins kemur ekki fram í fréttum en Trump segist bera mikið traust til hans og segir markaði hlusta á Bessent, þegar hann talar.