Fundur um útlendingamál í Valhöll í dag kl. 10:30

Málfundafélagið Frelsi og fullveldi boðar til fyrsta opna umræðufundar vetrarins. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í samvinnu við Félag Sjálfstæðismanna um fullveldismál. Athugið sérstaklega stuttan fyrirvara á boðun fundarins, nýja tímasetningu og nýja staðsetningu.

Staður: Valhöll við Háaleitisbraut 1, Reykjavík.

Tímasetning: Laugardaginn 27. september kl. 10:30.

Fundarefni: Fundur um útlendingamál – Verðum við að minnihluta í okkar eigin landi?

Framsögumenn: Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður, Helgi Magnús Gunnarsson fv. aðstoðarríkissaksóknari og dr. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og fv. alþingismaður.

Félagsmenn eru sérstaklega hvattir til að koma á fundinn, taka með sér gesti og kynna fundinn sem víðast, svo sem deila á Facebook.

Fullt málfrelsi – Allir velkomnir.

Fara efst á síðu