Í næstu viku hefst árlegur fundur glóbalizta, World Economic Forum, WEF, í Davos í Sviss. Fundurinn hefst á sama tíma og Donald Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna og stendur yfir frá 20.-24. janúar. Donald Trump mun ávarpa samkomuna á stórum skermi á fundinum sem ber yfirskriftina: „Samstarf fyrir greindarskeiðið.“
Á hverju ári í janúar koma fulltrúar fjármálaelítunnar, leiðtogar heimsins og fulltrúar alls kyns þrýstihópa saman í Davos í Sviss og bera saman bækur sínar. Fundurinn hefst mánudaginn 20. janúar á sama degi og Trump sver eið sinn sem 47. forseti Bandaríkjanna og stendur til föstudagsins 24. janúar. Trump mun engu síður vera nærverandi stafrænt á ráðstefnunni, þar sem hann mun halda ræðu á stórskjá, þann 23. janúar samkvæmt Associated Press, AP.
Trump hafnar alræðisstefnu glóbalizmans
Børge Brende, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs sem tók við forystu WEF eftir að stofnandinn Klaus Schwab hætti, sagði að Trump yrði viðstaddur í beinni til að ávarpa þátttakendur ráðstefnunnar. Miklar vangaveltur eru á samfélagsmiðlum um hvað Trump muni segja. Hann er í stríði við glóbalizmann og einn helsti andstæðingur hnattræningjanna.
Síðast þegar Trump talaði í Davos sagði hann beint upp í andlit viðstaddra að hann hafnaði alræðisstefnu þeirra um „loftslagsbreytingar til þess að drottna yfir, umbreyta og stjórna öllum þáttum lífs okkar.“
Last time Trump spoke at Davos, he told them to their face he rejects their totalitarian ‘climate change’ agenda “to dominate, transform and control every aspect of our lives.” pic.twitter.com/8mthR934CC
— ₭₳₲ ĐⱤØ₲Ø🇺🇸 (@KAGdrogo) January 14, 2025