Sænska lögreglan fann 50 handsprengjur miðvikudagskvöld í tveimur bílum sem stóðu í Malmö og Arlöv.
Rasem Chebil, yfirmaður lögreglunnar gegn alvarlegum glæpum í Malmö segir:
„Með þessari aðgerð höfum við hugsanlega komið í veg fyrir 50 ofbeldisverk í Svíþjóð. Mörg þessara glæpaverka eru framin af börnum sem eiga á hætta á að skaða sig sjálf og aðra alvarlega þegar þau meðhöndla þessar öflugu handsprengjur. Við erum mjög ánægð með árangurinn sem sýnir að lögreglan er þétt á hælum grófra ofbeldisglæpamanna.“
Handsprengjurnar fundust í bílum sem hafði verið lagt á tveimur mismunandi stöðum í Malmö og Arlöv. Lögreglan girti af nærliggjandi svæði og sprengjusveitin var kölluð út til að gera handsprengjurnar óvirkar.
Þetta er stærsta upptaka virkra handsprengja sem gerð hefur verið í Svíþjóð. Samtals hefur lögreglan í Malmö gert 73 handsprengjur upptækar frá apríl 2025. Rasem Chebil segir:
„Við forgangsröðum vinnu við að fjarlægja handsprengjur af götunni, en við tökum einnig innflutninginn til landsins mjög alvarlega. Þar störfum við með sænsku tollgæslunni.“
Lögreglan hefur tryggt sönnunargögn á þeim stöðum þar sem handsprengjurnar fundust. Kæra um sérstaklega alvarlegt brot á sprengiefnalögum hefur verið lögð fram en enginn hefur enn verið handtekinn.