Fox greinir frá því, að fyrirhuguðum fundi Pútín og Trumps í Búdapest þessa viku hafi verið aflýst. Fréttamaður Fox, John Roberts, greindi frá þessu eins og sjá má á X hér að neðan:
„Fundurinn sem átti að verða fljótlega á milli forsetans og forseta Rússlands, Valdimir Pútín, í Búdapest mun ekki eiga sér stað og heldur ekki fundurinn sem átti að verða í vikunni á milli Rúbio utanríkisráðherra og utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov.
Í staðinn ræddu Rubio og Lavrov saman símleiðis í dag og var sagt að samtalið hafi verið árangursríkt og því engin þörf á að hittast sérstaklega.“
Marco Rubio og Sergey Lavrov ræddust við símleiðis á mánudag. Reuters greinir frá:
„Pútín og Trump samþykktu í símtali á fimmtudag að hittast fljótlega í Búdapest, Ungverjalandi, á öðrum fundi sínum í ár og báðir aðilar sögðu að fundurinn yrði undirbúinn af Lavrov og Rubio.
Samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytis Rússlands, var símtal Lavrovs og Rubios árangursríkt og markaði ákveðið skref til að innleiða samkomulag rússneska forsetans Vladimir Pútín og Donald Trump, Bandaríkjaforseta.“
Afboðun fundar Pútíns og Trumps í Búdapest kemur eftir fund Zelenský og Trumps í Hvíta húsinu fyrir helgi. Sá fundur er sagður hafa endað illa og neitaði Trump að afhenda Tomahawk eldflaugar til Úkraínu.