Fulltrúadeildin stefnir Hillary og Bill Clinton til yfirheyrslu varðandi Epstein-skjölin

Rannsókn Repúblikanaflokksins á spillingu og misnotkun ríkisvaldsins í Bandaríkjunum, svo kallaðs djúpríkis, hefur þanist út að undanförnu. James Comer, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar, tilkynnti á mánudag að nefndin hefði sent kvaðningu til fjölmargra stjórnmálamanna og starfsmanna djúpríkisins um að mæta til yfirheyrslu varðandi rannsóknina.

Listi þeirra sem kvaddir eru til yfirheyrslu og vitnisburðar inniheldur nöfn eins og fyrrverandi forseta Bill Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Hillary Clinton, fyrrverandi forstjóra FBI, James Comey og Robert Mueller, og fjölmarga fyrrverandi dómsmálaráðherra.

Comer tilkynnti eftirfarandi á X:

Eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar skyldar eftirfarandi einstaklinga til að mæta til yfirheyrslu samkvæmt kvaðningu:

  • Fyrrverandi utanríkisráðherra, Hillary Clinton: 9. október
  • Fyrrverandi forseti, Bill Clinton: 14. október
  • Fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Merrick Garland: 2. október
  • Fyrrverandi forstjóri FBI, James Comey: 7. október
  • Fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr: 18. ágúst
  • Fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Alberto Gonzales: 26. ágúst
  • Fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions: 28. ágúst
  • Fyrrverandi forstjóri FBI, Robert Mueller: 2. september
  • Fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Loretta Lynch: 9. september
  • Fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Eric Holder: 30. september

Samkvæmt AP er markmið stefnunnar að rannsaka hvernig alríkisstjórnin hefur meðhöndlað lög um mansal og hvort áhrifamiklir einstaklingar tengdir netverki Epstein hafi fengið forréttindameðhöndlun.

Fréttamiðillinn greinir frá því, að aðgerðir nefndarinnar sýni, hversu mikill áhugi er á Epstein-skjölunum jafnvel meðal þingmanna í mánaðarlöngu frí fjarri Washington. Trump hefur neitað vitneskju um glæpi Epsteins og fullyrðir að hann hafi slitið sambandi þeirra fyrir löngu síðan. Trump hefur einnig ítrekað reynt að breyta þeirri ákvörðun dómsmálaráðuneytisins að birta ekki ítarlega skýrslu um rannsóknina.

Repúblikaninn James Comer, formaður eftirlitsnefndarinnar, bendir á í bréfum til dómsmálaráðherrans Pam Bondi og fyrrverandi embættismanna að mál Epsteins og fyrrverandi kærustu hans, Ghislaine Maxwell „hafi vakið mikla athygli og umræðu meðal almennings.“ Comer sagði:

„Þó að ráðuneytið leggi sig fram um að afhjúpa og birta opinberlega frekari upplýsingar sem tengjast málum Epsteins og Maxwells, þá er brýnt að þingið hafi eftirlit almennt með framfylgd alríkisstjórnarinnar á lögum um mansal og sérstaklega meðhöndlun hennar á rannsókn og saksókn gegn Epstein og Maxwell.“

Nefndin krefst einnig yfirheyrslu undir eiði með fv. ríkissaksóknurum frá síðustu þremur Bandaríkjastjórnum: Merrick Garland, William Barr, Jeff Sessions, Loretta Lynch, Eric Holder og Alberto Gonzales. Þingmenn kölluðu einnig fyrrverandi forstjóra FBI, James Comey og Robert Mueller, fyrir nefndina.

Fréttatilkynningu um málið má lesa hér.

Stefnuna til dómsmálaráðuneytisins er að finna hér.

Kynningarbréf með stefnunni er að finna hér.

Fara efst á síðu