Trump er forseti friðar og hefur lofað heiminum að koma á friði í Úkraínu svo fljótt sem auðið er og jafnvel áður en að hann verður settur formlega í embættið í janúar. Hann hefur ekki viljað gefa upp einstök atriði um innihald friðartillagna til að hafa ekki áhrif á komandi friðarviðræður. Eðlilega velta margir því fyrir sér hvernig hugsanlegir friðarsamningar litu út. Wall Street Journal veltir fyrir sér hvaða friðarhugmyndir eru í kortunum.
Að sögn WSJ sem vitnar í fólk sem þekkir Trump er ekki um eina áætlun að ræða heldur margar sem eiga margt sameiginlegt en miðast við ólíka möguleika.
Það sem er hins vegar sameiginlegt með þeim öllum, er að þær ganga þvert á afstöðu Joe Biden forseta um að semja ekki beint við Rússa. Friðaráætlanirnar ganga út frá því, að samningaviðræður verði tafarlaust hafnar.
Tilgangslaust stríð
Samkvæmt WSJ gera friðaráætlanirnar ráð fyrir því að lausnir gangi út frá núverandi stöðu. Það þýðir að Rússar fái til umráða þau svæði sem hafa hvað sterkust tengsl við Rússland á meðan Úkraína haldi öðrum svæðum. Úkraína verður einnig að draga umsókn sína um aðild að Nató til baka.
Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að koma þessum markmiðum í framkvæmd og einnig hvernig samningaskilyrðin eiga almennt að vera formuð. Hugmynd sem haldið er á lofti er að engin vopn skuli send til Úkraínu fyrr en landið sest að samningaborðinu.
Burtséð frá einstökum atriðum þá ættu friðarskilyrðin að vera fyrir hendi, þar sem Úkraínumenn eiga engra annarra kosta völ. Mikill fjöldi fólks hefur þegar yfirgefið landið, hermenn flýja vígvöllinn og gríðarlegum fjölda hefur verið slátrað í þessu tilgangslausa stríði. Sífellt fleiri skilja að þetta stríð er vonlaust. Almenningur í heiminum býður og vonast eftir friði. – Glóbaliztarnir vilja ráðast á Rússland, bola Pútín frá völdum og stykkja Rússland í smærri ríki.