Fréttamaður sænska ríkisútvarpsins er samtímis starfsmaður palestínskrar áróðursmiðstöðvar

Sami Abu Salem, sem lengi hefur starfað hjá sænska útvarpinu og segir fréttir frá Gaza, starfar einnig fyrir palestínsku áróðursstofnunina Wafa. Umræður er um málið á samfélagsmiðlum.

Wikalat al-Anba al-Filastiniya (Wafa) eða Palestínska frétta- og upplýsingastofnunin, er beint undir stjórn Fatah á Vesturbakkanum.

Opinbert verkefni Wafa er að fylgjast með öllu sem varðar „palestínska málefnið“ og miðla „palestínskum sjónarmiðum.“

Starfsmaður sænska útvarpsins

Einn af starfsmönnum Wafa er Sami Abu Salem. Í fréttaskýringum sínum fyrir Wafa dregur hann venjulega fram stríðsglæpi sem hann fullyrðir að Ísrael hafi framið gegn palestínskum almenningi og hann sakar ísraelska herinn um að fremja fjöldamorð og þjóðarmorð.

Samhliða starfi sínu fyrir Wafa hefur Sami Abu Salem lengi starfað hjá sænska útvarpinu. Gagnrýnendur telja að það sé óviðeigandi að sænska ríkisútvarpið hafi hann á launum jafnframt því sem hann vinnur fyrir palestínsku áróðursmiðstöðina.

Gyðingar gagnrýna harðlega að vestrænar fréttastofur treysta á fréttamennsku Wafa og starfsmenn þeirra.

Fara efst á síðu