Franska stjórnmálastéttin fetar í fótspor annarra evrópskra glóbalizta með því að reyna að banna íhaldssama stjórnarandstæðinga frá að bjóða sig fram til embættis. Marine Le Pen, leiðtogi frönsku þjóðfylkingarinnar og frambjóðandi til að verða næsti forseti Frakklands, á yfir höfði sér að vera bannað að gegna opinberu embætti í fimm ár og gæti jafnvel lent í fangelsi verði hún dæmd fyrir fjársvik í yfirstandandi réttarhöldum.
Marine Le Pen er 56 ára gömul og hún ásakar vinstrisinnaða saksóknara um að sækjast eftir pólitískum dauða hennar með því að fara fram á tafarlaust fimm ára embættisbann sem yrði refsing sem hún segir að sé algjörlega óhófleg fyrir meinta glæpi hennar.
Saksóknari segir Le Pen og nokkra meðlimi Þjóðfylkingarinnar hafa misnotað fjármuni ESB-þingsins á árunum 2004 – 2016.
DEMOCRACY? The EU is desperate to keep conservatives out of power across Europe. Their latest effort is to ban the leading French presidential candidate, Marine Le Pen, from office for five years and to jail her for a campaign finance violation. pic.twitter.com/uaTtsdI3jB
— @amuse (@amuse) March 25, 2025
Því er haldið fram að Le Pen ásamt öðrum hafi greitt starfsmönnum flokksins um 600.000 dollara af fé ESB undir því falska yfirskyni að þeir hafi starfað sem aðstoðarmenn ESB-þingsins. Marine Le Pen neitar allri sök.
Verði hún fundinn sek á hún yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi, þótt líklega yrði sá tími mun styttri. Verði henni einnig meinað að gegna embætti, myndi Le Pen neyðast til að afhenda öðrum í flokknum forystuembættið.
Ekki sú fyrsta í Evrópu sem yrði bannað að bjóða sig fram
Le Pen yrði heldur ekki fyrsti evrópski stjórnmálamaðurinn sem fengi á sig slíkt embættisbann. Fyrr í mánuðinum stöðvuðu dómstólar í Rúmeníu blygðunarlaust hægri sinnaða, andglóbalízka frambjóðandann Calin Georgescu frá því að bjóða sig fram í forsetakosningunum núna í maí.
Var það gert mánuðum eftir að Georgescu varð efstur í fyrstu umferð forsetakosninganna í landinu. Niðurstaðan kom valdhöfum í opna skjöldu svo að þeir aflýstu kosningunum og hefja að nýju núna í maí.

Á sama tíma hafa stjórnmálamenn í Þýskalandi ítrekað íhugað að banna flokkinn Valkost fyrir Þýskaland, AfD, á þeirri tilbúnu forsendu að þeir séu hægri öfgamenn.
Þrátt fyrir tilraunir til að tortíma orðspori AfD, þá hlaut flokkurinn nýlega 20% atkvæða í kosningum í Þýskalandi vegna afstöðu flokksins gegn hömlulausum fjöldainnflutningi fólks til landsins.
Bandaríkjamenn munu heldur aldrei gleyma því, þegar demókratar og djúpríkið reyndu allt sem þeir gátu til að ryðja Donald Trump af kjörseðlinum og FBI var notað með dregin vopn til árásar á heimili hans í Flórída.