Danska ríkisstjórnin hefur haldið aukafund til að bregðast við ummælum Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, um mikilvægi Grænlands fyrir öryggi Bandaríkjanna. Sérstaklega vegna þess að Trump hafi lýst því yfir að hann útiloki ekki viðbrögð jafnvel „hernaðarleg“ ef Danmörk selur ekki Grænland til Bandaríkjanna samkvæmt frétt Reuters. Núna varar Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, Bandaríkjamenn við því að ráðast á „fullvalda landamæri ESB. “ Lars Lökke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur segir sjálfsagt að vinna „enn þéttar með Bandaríkjamönnum.“
Að sögn Barrot mun ESB ekki þola innrás Bandaríkjamanna á norðurskautssvæðið, sem hefur tilheyrt Danmörku í yfir 600 ár. Hann sagði í viðtali við franska útvarpið:
„Auðvitað kemur það aldrei til greina fyrir Evrópusambandið að leyfa öðru landi að ráðast á fullvalda landamæri sín, hvar svo sem þau kunna að vera.“
Tími kominn fyrir ESB að „vakna og vopnast“
Frakkland er kjarnorkuveldi ESB og utanríkisráðherrann segir að tími sé kominn fyrir ESB-ríkin að „vakna og vopnast.“ Jean-Noel Barrot segir:
„Við erum sterk heimsálfa.“
Hann bætir því samt við að ESB-ríkin eigi nú ekki að vera að hafa of miklar áhyggjur af innrás Bandaríkjamanna á Grænland, sem að sögn utanríkisráðherrans er ekki líklegt. Í sama streng tekur Lars Lökke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og býður nýjum húsbónda Hvíta hússins opinn faðm Danmerkur.
Paník í fjölmiðlum þegar Donald Trump jr. flaug á Trump Force One til Grænlands
Donald Trump jr. fór í einkaferð á þotu föður síns sem máluð er með stórum bókstöfum TRUMP á hliðunum. Þetta sendi pólitískan landskjálfta um fjölmiðla glóbalizta. Í Svíþjóð birtust viðtöl við nokkra Grænlendinga og var einn með Maga húfu og sagði: „Mér finnst Trump vera góður.“ Grænlendingar ræða margir um sjálfstæði frá Danmörku eins og Íslendingar forðum. Trump forseti sagði að honum fyndist Grænlendingar vera „Maga fólk.“
Lars Lökke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur segir við danska miðla:
„Ég upplifi ekki, að við séum í neinni utanríkiskreppu. Við erum opin fyrir viðræðum við Bandaríkjamenn um hvernig við getum unnið enn betur saman en við gerum nú þegar til að tryggja að bandarísk sjónarmið nái fram.“
Flugbrautin í Nuuk er stutt en Trump Force One fór létt með það sbr. myndskeiðið að neðan:
Full throttle takeoff out of Greenland after an epic day. Big plane short runway in Nuuk. Send it. pic.twitter.com/TYCYjIEJTG
— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) January 7, 2025
Danir hættir við eignarkröfu á Svíþjóð
Danir voru að breyta ríkisvopni sínu og athygli vakti að þrjár sænsku krónurnar voru horfnar. Það er túlkað svo sem að Danir séu hættir að gera tilkall til að eigna sér Svíþjóð eða hluta Svíþjóðar.