Í næstu viku gæti Frakklandi verið lokað. Hreyfingin „Bloquons tout“ sem mætti þýða sem Algjör lokun breiðist hratt út og nýtur stuðnings næstum helmings Frakka. Þjóðfylking Marine Le Pen eykur fylgið í dýpstu stjórnarkreppu Frakklands sem sést hefur í lengri tíma.
Samkvæmt könnun styðja 46% Frakka ákallið um að „loka landinu“ 10. september, en 28% eru á móti og 26% taka ekki afstöðu, að því er BFMTV greinir frá. Ástæðurnar eru sagðar vera minni kaupmáttur, sparnaðaráætlanir stjórnvalda og vaxandi óánægja með Emmanuel Macron forseta.
Frá samfélagsmiðlum út á götur
Ákallið um að „loka öllu“ hófst á TikTok og Instagram en varð fljótlega að þjóðarhreyfingu. Kennarinn Sabine Raynaud í Montpellier segir:
„Það skiptir engu máli hver byrjaði á þessu, þetta samsvarar nákvæmlega því sem fólk finnur þörf á að þurfi að gera.“
Samanburður er gerður við Gulu vestin árið 2018, en að þessu sinni er víðtækari stuðningur frá verkalýðsfélögum og stjórnmálaflokkum. François Bayrou forsætisráðherra á á hættu að tapa vantraustsatkvæðagreiðslunni á mánudag og Þjóðfylkingin mun þá styrkja stöðu sína. Samkvæmt skoðanakönnunum er það sá flokkur sem sýnir hvað greinilegast óánægju með Macron. Meðal stuðningsmanna flokksins segjast 58% styðja lokunarhreyfinguna – sem þýðir að lokunarhreyfingin mun styrkja flokk Le Pens fyrir komandi kosningar.
Þar sem lokunin fellur saman við yfirstandandi stjórnarkreppu velta margir því fyrir sér, hvort Frakkland standi frammi fyrir valdaskiptum. Þjóðfylkingin er helsti stjórnarandstöðuflokkurinn og hver ný mótmælabylgja virðist styrkja flokkinn og færa nær völdum en áður.