Forstjóri Telegram handtekinn í Frakklandi fyrir að neita að framkvæma ritskoðun

Povel Durov, forstjóri Telegram (skjáskot X).

Forstjóri hins vinsæla samfélagsmiðils Telegram var handtekinn á Le Bourget flugvelli á laugardagskvöld fyrir að neita að framfylgja ritskoðun.

Pavel Durov, 39 ára, var handtekinn, þegar hann fór úr einkaþotu sinni frá Aserbaídsjan.

Samkvæmt lausrænni þýðingu á frétt TF1:

„Dómstóllinn telur að skortur á hófsemi, samvinnu við lögregluna og þau tæki sem Telegram býður upp á (ráðstöfunarnúmer, dulritunargjaldmiðlar o.s.frv.) geri það að verkum, að miðillinn sé samsekur um eiturlyfjasmygl, barnaníðingabrotum og svik.”

„Rannsóknarmenn frá ONAF (þjóðlegri stofnun gegn svikum í tengslum við tollgæsluna) færðu hann í fangageymslu lögreglunnar. Búist er við að hann verði leiddur fyrir rannsóknardómara á laugardagskvöldið og kynnt hugsanleg ákæra á sunnudag fyrir fjölmörg brot gegn lögum um hryðjuverk, eiturlyf, meðvirkni, svik, peningaþvott, leyndarmál, barnaníðingaefni…“

Í viðtali við Tucker Carlson í apríl sagði Durov, að FBI sýndi áhuga á að búa til „bakdyr“ inn í Telegram appið, að því skyni að hægt væri að njósna um notendur (sjá X hér að neðan):

Fara efst á síðu