Chris Pavlovski, forstjóri Rumble. (Skjáskot X).
Forstjóri Telegram var handtekinn s.l. laugardagskvöld í Frakklandi. Núna segir Chris Pavlovski, forstjóri Rumble, að hann hafi yfirgefið evrópska jörð af „góðum ástæðum.“
Um helgina var Pavel Durov, forstjóri Telegram, handtekinn á flugvelli í Frakklandi. Samkvæmt BBC vegna skorts á aðgerðum til að stemma stigu við notkun glæpamanna á Telegram.
Núna segir Chris Pavlovski, forstjóri myndbandsvettvangsins Rumble, að hann sé sjálfur farinn frá Evrópu. Pavlovski skrifar á X (sjá að neðan):
„Ég er aðeins seinn með þetta, en hef góða ástæðu — ég komst nýlega heilu og höldnu frá Evrópu. Frakkar hafa hótað Rumble og núna hafa þeir farið yfir rauðu línuna með handtöku á Pavel Durov, forstjóra Telegram, fyrir að hafa ekki ritskoðað ummæli á miðlinum. Rumble mun ekki þola slíka hegðun og mun beita öllum tiltækum lagalegum úrræðum til að berjast fyrir tjáningarfrelsi, alheims mannlegum réttindum. Við erum núna að berjast fyrir frönskum dómstólum í von um að Pavel Durov verði tafarlaus látinn laus.“