Forseti Serbíu: Vesturlönd eru að skipuleggja stríð gegn Rússlandi

Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, segir ráðamenn vestrænna ríkja undirbúa og skipuleggja bein hernaðarátök við Rússland. Að sögn fréttastofunnar Tass segir Vucic:

Veit af undirbúningi hernaðarátaka

„Vesturlönd myndu vilja heyja stríð úr fjarlægð í gegnum einhvern annan með því að fjárfesta peningum og þess háttar. Í augnablikinu eru þeir ekki reiðubúnir fyrir bein hernaðarátök við Rússland. Munu þeir verða reiðubúnir? Þeir eru ekki tilbúnir núna, en ég held að þeir verði tilbúnir.”

„Þeir eru nú þegar að búa sig undir átök við rússneska sambandsríkið og undirbúa sig miklu hraðar en sumir vilja sjá, í alla staði. Við vitum að af hernaðarundirbúningnum vitum við hvernig þeim gengur og ég vil segja ykkur, að þeir eru að búa sig undir hernaðarátök.”

Skiptir engu máli hversu margir Úkraínumenn týna lífinu

Vucic hefur áður haldið því fram:

„Svo framarlega sem fólk frá Vesturlöndum deyr ekki og einungis sjálfboðaliðar deyja, þá skiptir engu máli hversu margir Úkraínumenn munu deyja.“

Serbneski leiðtoginn telur, að Vesturveldin vilji komast yfir umfangsmiklar náttúruauðlindir Rússlands: olíu, gas, fosfat, gull og silfur. Hann heldur því jafnframt fram, að í Skandinavíu sé sú skoðun ráðandi, að Rússland eigi ekki skilið að hafa jafn stór landsvæði og það hefur í dag – í sumum hópum er Rússland í rauninni talið vera „hérað alls mannkyns.”

Fara efst á síðu