Forseti El Salvador: Eyðileggja á Svíþjóð með glæpum innan frá

„Myrk öfl vilja eyðileggja Svíþjóð með glæpum fullyrðir Nayib Bukele, forseti El Salvador (t.h. á mynd. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar t.v. mynd sænska stjórnarráðið Uagnus Liljegren/X blaðamynd).

Bukele, forseti El Salvador, lýsir skoðun sinni á sænsku glæpahópunum. Ástæðan er sú að sænskir fjölmiðlar hafa gagnrýnt stjórn El Salvador fyrir OF HARÐA afstöðu gegn glæpagengjum þarlendis. Nayib Bukele vitnar í færslu sinni í Evelina Hahne sem gagnrýnir sænska fjölmiðla fyrir að skamma Bukele fyrir að hafa handtekið 85 þúsund afbrotamenn í staðinn fyrir að klappa fyrir honum. Bukele skrifar (sjá að neðan):

„Þeir vilja að fólk trúi því að það sé rangt að elta uppi glæpamenn, því þeir vilja að glæpamennirnir gangi frjálsir um götur Svíþjóðar og eyðileggi fallega landið ykkar innan frá. Alveg eins og þeir gera næstum um allan heim. Það er áætlunin.“

Fangar með marbletti

Færsla Nayibs Bukele var skrifuð í síðasta mánuði, nokkrum dögum eftir að sænska útvarpið birti frétt um meintan vanbúnað í áhættufangelsi í El Salvador, Centro de Confinamiento del Terrorismo (CECOT). Sænska ríkisútvarpið vitnar í frétt frá CNN sem sýnir fanga með „marbletti á bakinu“ og fyrrverandi fangi fullyrðir að hafa verið barinn daglega.

Síðan Bukele komst til valda árið 2019 hefur hann rekið harðlínustefnu til að kæfa tvær alræmdar glæpaklíkur landsins í eitt skipti fyrir öll: Barrio 18 og MS-13. Meðlimir hópanna eru í haldi um óákveðinn tíma í fangelsum sem má líkja við fangabúðir. Og það skilar árangri.

Árið 2015, fyrir tíu árum, voru 6.650 manns myrtir í El Salvador. Í ár lítur út fyrir að fjöldi morða verði um 50 alls. Þetta þýðir að fyrrum hættulegasta land heims hefur nú mun færri morð en framin eru í Svíþjóð.

Á Vesturlöndum er stefna El Salvador gegn glæpaklíkunum gagnrýnd og fullyrt að það brjóti gegn mannréttindum að takast á við glæpamenn á þennan hátt.

Fara efst á síðu